106 ORÐAFORÐI ORÐAFO RÐI ÞI N N MÆLIST AF ÞEI M FJÖ LDA O RÐA SEM ÞÚ ÞEKKI R OG GETU R NOTAÐ Í TÖ LUÐU MÁLI. H ÉR KOMA NO KKU R ORÐ SEM ÞÚ GETU R SAFNAÐ Í ÞI N N O RÐAFORÐASARP. Öll orðin hér fyrir neðan eru nýtilkomin í tungumálið okkar. Þau eru nýyrði og sýna hvernig við sem tölum íslensku í dag getum leikið okkur að tungumálinu og þróað það. Tungumál eru lifandi og þau þurfa að breytast í takt við samfélagið og henta nútímafólki. Spurningin um það hvort þessi nýyrði hér fyrir neðan muni festast í sessi fer allt eftir því hvort fólki líki við þau og noti í daglegu tali. Loftslagsflóttamaður: Orðið flóttamaður nær til fólks sem flúið hefur heimili sitt og jafnvel föðurland, til dæmis út af stríði eða ofsóknum. Nýtt orð í málinu er loftslagsflóttamaður. Það orð nær til fólks sem flýja þarf landssvæði, sem það hefur búið á, út af breyttu loftslagi í heiminum. Til dæmis út af hlýnun jarðar og vatnsskorti. Ellinaðra: Sum nýyrði vísa til orða sem við þekkjum nú þegar í málinu okkar. Þetta orð er dæmi um það. Hér er búið að taka orðið skellinaðra, sem er létt bifhjól og fjarlægja fyrstu tvo stafi orðsins. Orðið vísar í rafskutlur sem eldra fólk og aðrir sem eiga erfitt með gang nota til að komast á milli staða. FRÆÐITEXTI ÚTSKÝRI NGAR ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=