Útbrot

til. Ray datt ekkert greinarmerki í hug sem ekki væri nú þegar í mikilli notkun. Hann prófaði að nota kommu, upphrópunarmerki og samasemmerki en fannst það ekki koma nógu vel út. Þar til hann rak augun í tákn sem hann þekkti ekki. Ray fannst það sérkennilegt og ákvað að nota það til að búa til fyrsta netfangið. Stuttu síðar sendi hann sjálfum sér fyrsta tölvupóstinn. Hann man þó ekki hvað hann skrifaði í umræddan póst. Táknið @ er nú í daglegri notkun hjá tölvunotendum um allan heim. Þetta fallega merki sem var við það falla í gleymsku fékk nýtt hlutverk og er nú ómissandi á öllum lyklaborðum. VERKEFN I 1. Hverjir eru taldir hafa hannað táknið til að stytta orð? 2. Hvað er bókfell? 3. Hvers vegna þurfti að skammstafa eða stytta texta á miðöldum? 4. Hver var Francesco Lapi og hvernig tengist hann sögu @ merkisins? 5. Táknið fellur að mestu í gleymsku í kringum árið 1900. Hvers vegna? 6. Hvert var hugsanlegt starfsheiti Ray Tomlinson? Við hvað heldur þú að hann hafi unnið? 7. Það vafðist fyrir Ray að finna tákn fyrir tölvupóstinn. Hvað er átt við? 8. Ef þú hefðir fundið upp tölvupóstinn og værir við það að senda fyrsta skeytið, hvað hefðir þú skrifað? 9. Hvað finnst þér um þau heiti sem hafa fylgt tákninu? Hvaða heiti passar best að þínu mati? Hvaða heiti finnst þér flottast? Dettur þér í hug nýyrði sem ætti betur við? 105

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=