Útbrot

104 U PPFI N N I NGAR: @ M ERKIÐ Ýmis heiti eru notuð yfir táknið @: - at(t) - merkið er komið úr enskri tungu (at). - á -merkið tengist verslun og viðskiptum og mikið notað fyrr á öldum. - hjá -merkið er íslensk þýðing á enska orðinu at . - vistmerkiðer tilraun til að smíða nýtt íslenskt orð yfir táknið. Ítalir tala umsnigilinn , Hollendingar kalla þaðapaskottið , Svíar og Danir nota snabel-asem þýðir fílsrana -a . Táknið @ þekkja allir. Merkið er mest notað í netföngum en líka til að vísa í notendanafn á samfélagsmiðlum. Ætla mætti að merkið hefði orðið til um leið og tölvupósturinn en svo er nú aldeilis ekki. Uppruni táknsins er nokkuð á huldu. Rekja má táknið allt aftur til miðalda, til skinnhandrita sem skrifuð voru á latínu. Skrifurunum, líklegast munkum, var umhugað um að spara plássið á verðmætu bókfellinu og tóku því á það ráð að skammstafa eða fella saman bókstafi. Táknið @ er að finna í þessum handritum og sumir telja að það sé stytting á latneska orðinu ad (á ensku: toward). Í stað þess að eyða plássi í tvo stafi voru a og d felldir saman í þetta glæsilega tákn. Í bréfi frá árinu 1536 notar kaupmaðurinn Francesco Lapi frá Flórens @ táknið þegar hann tilgreindi verð á víni í tunnum. Upp frá því varð táknið mikið notað í tengslum við verslun og viðskipti. Þegar ritvélar komu á markað, um miðja 19. öld tók að halla undan fæti hjá @ merkinu. Ástæðan var sú að ekki var alltaf pláss fyrir táknið á lyklaborðinu. Næstu hundrað árin féll táknið að mestu í gleymsku. Útlitið var ekki bjart hjá apaskottinu. En það átti svo sannarlega eftir að breytast. Árið 1971 sat maður að nafni Ray Tomlinson við vinnu sína í Bandaríkjunum. Hann var önnum kafinn við að finna upp og þróa tölvupóstinn. Það hafði vafist fyrir honum um nokkurt skeið hvernig hann gæti aðgreint nafn viðtakanda og tölvunnar sem skeytið átti að berast FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT OT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT T ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=