Útbrot

Breytingartillagan hefur verið gagnrýnd harðlega. Meðal annars fyrir að ýta undir mismunun og að óréttlátt sé að íþróttasamband geti skilgreint kynin á nýja vegu út frá mælingum hormóna. Semenya, sem hefur barist gegn tillögunni, freistar þess að fá bann á breytingatillöguna. Ef lögum verður breytt mun Semenya þurfa að taka lyf til að bæla niður of hátt testósterónmagn til að mega keppa á HM í frjálsum íþróttum í Katar seinna á árinu. Lögmenn hennar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma þessa lagabreytingu og segja að málið snúist um réttindi kvenna. Að Semenya hafi fæðst sem kona og sé viðurkennd sem kona samkvæmt lögum. IAAF lét hana gangast undir kynjapróf eftir að hún bætti heimsmetið í bæði 800 og 1500 metra hlaupi. Niðurstöðurnar voru aldrei birtar opinberlega en orðrómur fór af stað að Semenya væri intersex. Einstaklingar sem fæðast intersex bera einkenni beggja kynja, sem gæti útskýrt af hverju Semenya er með hátt gildi karlhormóna. VERKEFN I 1. Hvað er Caster Semenya gömul þegar fréttin var rituð? 2. Hvað er IAAF? 3. Hvers vegna finnst IAAF nauðsynlegt að breyta þessum lögum? 4. Hver eru rök þeirra sem vilja ekki breyta keppnislögunum? 5. Má Semenya keppa í kvennaflokki ef lögunum verður breytt? 6. Hvaða orðrómur fór af stað í kjölfar kynjaprófs sem Semenya undirgekkst? 7. Búið er að dæma í máli Semenya. Grúskaðu á netinu og finndu út hvernig málið fór. Finnst þér dómurinn réttur/sanngjarn? Rökstyddu svar þitt með a.m.k. tvennum góðum rökum. 8. Spreyttu þig! Skrifaðu íþróttafrétt um einhvern íþróttaviðburð eða íþróttamanneskju. 103

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=