Útbrot

102 | 05.02.2019 | 16:08 | SEM ENYA, MARGFALDU R M EISTARI Frjálsíþróttakonan Caster Semenya fæddist í Suður-Afríku í janúar árið 1991. Semenya var oft í fréttum í lok síðasta árs þrátt fyrir að ekkert mót hafi staðið yfir á þeim tíma. Fréttirnar snerust um kærumál hennar gegn fyrirhuguðum lagabreytingum af hálfu IAAF. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, lagði fyrir þing sitt að breyta keppnisreglum í millivegalengdahlaupum. Breytingarnar fela í sér að banna konum með of hátt gildi karlhormóna í líkamanum að keppa í kvennaflokki, nema þær lækki karlhormónsgildin með lyfjum sex mánuðum fyrir keppni. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi, féll á lyfjaprófi í fyrsta sinn á HM í Berlín 2009. Þar mældist hún með óeðlilega hátt gildi testósteróna, karlhormóna sem hafa áhrif á líkamsþroska og starfsemi kynkerfis karla. Einhver kann að spyrja hvað það hafi að gera með hlaup. Alþjóða frjálsíþróttasambandið vill meina að ekki sé sanngjarnt fyrir keppendur í kvennaflokki ef einhverjir keppendur eru með beinabyggingu og vöðvamassa á við karlmenn. FRÆÐITEXTI ÉTTA I ÚTBROTT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=