Útbrot

100 Brá dóttir hennar er einnig ýmsum hæfileikum gædd og þær mæðgur leggja ásamt ýmsum vættum, verum og sjáendum í ferðalag milli heima til að leita barnanna sem kemur í ljós að var rænt með skelfilegt markmið í hyggju sem gæti kollvarpað heimsmynd og öryggi allra, sérstaklega þó barna á Íslandi. Best er að segja sem minnst til að skemma ekki ánægjuna fyrir væntanlegum lesendum en þó verður að hrósa höfundi fyrir einstaklega skemmtilega notkun á íslenska þjóðsagnaarfinum […]. Í furðu- og fantasíusögum er gjarna flakkað á milli þess heims sem við þekkjum og heima sem liggja samsíða […]. Í þessari bók er hulduheimurinn heimur þjóðsagnanna þar sem tröll og dvergar búa í stokkum og steinum og álfar flytja búferlum á jólum og áramótum og manneskjur með einhvers konar næmi eða miðilshæfileika ýmist sjá milli heima eða geta farið þar um. […] Sólhvörf er vel skrifuð furðusaga sem grípur lesandann frá fyrstu blaðsíðu. Sagan sver sig meira í ætt furðusagna […] en glæpasagna enda forsendur þess að þær mæðgur dragist inn í rannsóknir lögreglunnar að eitthvað yfirnáttúrulegt sé á seyði. Eins og í öllum góðum glæpasögum snýst sagan þó ekki síður um rannsakandann, persónu hans og hagi en málið sem þarf að leysa.[…] Bókin er þrælspennandi og heldur lesandanum við efnið. Aðdáendur jólasveinanna gætu þó þurft að tæma hugann nokkrum sinnum á meðan á lestrinum stendur. Niðurstaða: Vel skrifuð og spennandi glæpafurðusaga sem vinnur með þjóðsagnaarfinn á áhugaverðan og skapandi hátt. Brynhildur Björnsdóttir, bókmenntagagnrýni úr Fréttablaðinu 24.11.2017

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=