ÚTBROT
EFN ISYFI RLIT RAFÍ ÞRÓTTI R 2 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 3 ÁH RI FAVALDAR: U NGU R AÐGERÐARSI N N I . . . . . 4 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 6 ÚT AF M EÐ DÓMARAN N 7 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 8, 9, 10 KVI KMYN DARÝN I - CAPTAI N MARVEL 11 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 13 HJARTSLÁTTU R HAFSI NS . . . . . . . . . . 14 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 17 HVAÐ ER ROKKTÓN LIST? . . . . . . . . . . 18 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 19 U PPFI N N I NGAR: RJÓMAÍSI N N 20 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 21 GAGGÓ VEST . . . . . . . . . . . . . . 22 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 23 ÞAÐ SEM ÁÐU R VAR EN ER EKKI LENGU R 24 EFTI RLESTU R . . . . . . . . . . . . . . 26–27 ORÐAFORÐI 28 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 29 ÓMÓTSTÆÐI LEG MÁLVERK 30 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 32 ÍSLAN D – PORTÚGAL . . . . . . . . . . . 34 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 36 HVÍTHÁKARLAR . . . . . . . . . . . . . 37 VISSI R ÞÚ AÐ … 40 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 40–41 HÁKARLAÁRÁSI R . . . . . . . . . . . . . 42 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 44 LAN DA – KORTIÐ . . . . . . . . . . . . . 45 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 45, 46, 47 ÞÚ KEMST HVERT Á LAN D SEM ER M EÐ STRÆTÓ 48 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 49 EI N RÆÐA . . . . . . . . . . . . . . . 50 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 51 ORIGAM I 52 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 53 U PPFI N N I NGAR: STRIGASKÓR . . . . . . . . . 54 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 55 ÖRSÖGU R – PRÓSALJÓÐ . . . . . . . . . . 56 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 56 PLAGGAT EÐA PLAKAT … JAFNVEL PLAGAT . . . . . 57 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 58 HVER ER BAN KSY? . . . . . . . . . . . . 59 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 60 ORÐAFORÐI 61 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 62 ÁH RI FAVALDAR: H UGVITSMAÐU R M EÐ H UGSJÓN . . . 63 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 65 HVAÐ ER LÓFALESTU R? . . . . . . . . . . . 66 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 68 ÁTTA SKREF Í ÁTT AÐ BÍ LPRÓFI . . . . . . . . 70 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 73 RÓMANTÍ K Í MÁLFRÆÐI 74 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 75 ÆTTARBÖN D 76 ÆTTARTRÉ 80 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 80–81 HVAÐ ERU PEN I NGAR OG HVERN IG Á AÐ FARA M EÐ ÞÁ? 82 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 86–87 KETTI R – Í LJÓSI SÖGU N NAR . . . . . . . . . 88 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 88–89 ÁH RI FAVALDAR: BLÓÐUG BARÁTTA 90 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 91 HVERS VI RÐI ER HÖFU N DARRÉTTU R? . . . . . . 92 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 93, 95, 98 RITDÓM U R – SÓLHVÖRF . . . . . . . . . . 99 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 101 SEM ENYA, MARGFALDU R M EISTARI 102 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 103 U PPFI N N I NGAR: @ M ERKIÐ 104 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . . . 105 ORÐAFORÐI 106 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . 107 TÓN LISTARHÁTÍÐI R . . . . . . . . . . . . 108 VERKEFN I . . . . . . . . . . . . . 109 H EI M I LDI R 110 LJÓSMYN DI R 111
1 1. HLUTI
2 Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum. Í gegnum tíðina hefur þetta átt við þegar margar tölvur eru settar upp í sama rými og fólk keppist við að standa sig sem best. Þannig var keppt á heimsmeistaramótinu í Atari leiknumSpace Invaders árið 1980. Síðan þá hefur tækninni fleygt fram og tölvuleikir í dag eru að miklu leyti spilaðir í gegnum netið. Þetta nýja umhverfi hefur skapað mun betri aðstæður til samkeppni en áður, ekki þarf lengur fjölmargar tölvur á einum stað heldur geta lið frá öllum heimshornum keppt á móti hvert öðru á netinu. Á síðustu 10 árum hafa vinsældir rafíþrótta aukist gríðarlega. Í dag eru yfir 400 milljónir manna sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum og hafa stærstu viðburðirnir sett áhorfsmet sem gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Sem dæmi má nefna að yfir 60 milljón manns fylgdust með úrslitaleik liðanna Royal Never Give Up og Kingzone Dragonx í League of Legends sumarið 2018. Það er þrefaldur fjöldi þeirra sem horfðu á úrslitaleik bandarísku körfuboltadeildarinnar, NBA árið 2017. Annar rafíþróttaviðburður í Katowice, Póllandi árið 2017 dró að 173.000 áhorfendur, tvöfalt fleiri en voru viðstaddir Ofurskálina eða Super Bowl sem er úrslitaleikurinn í bandarísku ruðningsdeildinni, NFL sama ár. Samhliða þessum vexti hafa rafíþróttir einnig vaxið hratt sem iðnaður. Það er ekki langt síðan bestu spilarar heims æfðu sig heima án þjálfara og þurftu sjálfir að sjá um ferðalög sín og útgjöld. Lítið var um stuðning. Í dag æfa atvinnumenn markvisst undir handleiðslu þjálfara í húsnæði sem þeim er útvegað af liðinu. Mörg lið eru einnig með kokka, næringarfræðinga, einkaþjálfara og íþróttasálfræðinga til að hjálpa til við að ná sem bestum árangri. RAFÍ ÞRÓTTI R RAFÍ ÞRÓTTI R NJÓTA M I KI LLA VI NSÆLDA U M ALLAN H EI M OG H EFU R ALÞJÓÐAÓ LYM PÍ U N EFN D I N SÝNT ÁH UGA Á AÐ TAKA GREI N I NA I N N Á Ó LYM PÍ U LEI KANA Í PARÍS ÁRIÐ 2024. FRÆÐITEXTI U PPLÝS NGAR ÚTBROT BROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
Rafíþróttir eru nú meðal fremstu íþrótta heims þegar kemur að verðlaunafé, áhorfi, umgjörð og stuðningi við atvinnuspilara. Næstu skref eru að skapa aðstæður og tækifæri sem leyfa flestum að iðka rafíþróttir á markvissan og heilbrigðan hátt og njóta góðs af. HVAÐ SEGJA SPI LARAR? Tölvuleikjasamfélagið á Íslandi er sífellt að styrkjast og keppendum sem standa framarlega í alþjóðlegum samanburði fjölgar hratt. Agnes Helgu- Antonsdóttir hefur spilað tölvuleiki frá níu ára aldri og stefnir nú á atvinnumennsku. „Mér finnst bara rosalega gaman að spila og mig langar að verða betri. Ég er líka gríðarleg keppnismanneskja, elska að keppa og helst vinna. Ég stefni þess vegna á að taka þátt í mótum bæði hér heima og erlendis. Núna er ég bara að æfa eins mikið og ég get svo ég nái markmiðinu sem fyrst. Ég er í flottu liði sem er skipað bæði strákum og stelpum og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að rústa keppnum í framtíðinni.‟ Hallgrímur Snær vill sjá sterkt íslenskt landslið taka þátt í alþjóðlegum mótum í náinni framtíð. „Við þurfum að hlúa vel að ungum spilurum og koma saman landsliði sem fyrst. Við höfum alla burði til að ná langt í greininni. Margir ungir spilarar sýna snilldartakta og gætu náð mjög langt ef þeir njóta stuðnings og góðrar þjálfunar. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan í þessari grein.‟ 1. Í dag er auðveldara en áður að halda stór keppnismót í rafíþróttum. Af hverju? Hvað hefur breyst? 2. Aðbúnaður atvinnuspilara hefur líka breyst. Hvernig? Nefnið dæmi. 3. Árið 2024 gæti skipt sköpum fyrir rafíþróttir. Hvers vegna? 4. Eru rafíþróttir alvöru íþrótt að þínu mati? Færðu rök fyrir máli þínu. 5. Í rafíþróttum eru ekki sérstakir karla- og kvennaflokkar líkt og í flestum öðrum íþróttagreinum. Af hverju ætli það sé raunin? 6. Af hverju ætli bestu rafíþróttalið heims vinni með næringarfræðingum og einkaþjálfurum? VERKEFN I 3
4 Hún er fædd þann 3. janúar 2003 og býr með fjölskyldu sinni í Svíþjóð. Greta er yfirlýstur aðgerðarsinnimeð sérstakan áhuga á umhverfismálum. Greta er ágætur nemandi, greind með einhverfu (Aspergers) og áráttu-þráhyggjuröskun. Hún vakti heimsathygli árið 2018 þegar hún fór í skólaverkfall til að gagnrýna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart loftslagsbreytingum. Greta er grænkeri, er annt um kolefnisfótspor sitt og fjölskyldu sinnar og neitar að stíga upp í flugvél. SKÓ LAVERKFALLIÐ Haustið 2018 voru þingkosningar fram undan í Svíþjóð. Frambjóðendur kepptust um að kynnastefnusína og tala um það sem þeim þótti mikilvægast fyrir framtíð þjóðarinnar. Gretu var misboðið. Enginn virtist hafa áhyggjur af örum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á næstu kynslóðir manna og dýra. Hún ákvað að gera eitthvað í málinu. Þann 18. ágúst 2018 valdi Greta að mæta ekki í skólann eins og vanalega heldur fór að sænska þinghúsinu með mótmælaspjald. Hún vildi vekja athygli á loftslagsbreytingum og fara fram á að frambjóðendur til þings lofuðu að minnka kolefnislosun og fylgja Parísarsamkomulaginu. Greta mætti fyrir framan þinghúsið og dvaldi þar á skólatíma, alla daga fram að kosningum 9. september. Á mótmælaspjaldi hennar stóð: Skólaverkfall fyrir loftslagið. Eftir kosningarnar hélt hún mótmælunum áfram, alla föstudaga. ÞETTA ER GRETA TI NTI N ELEONORA ERN MAN TH U N BERG ÁH RI FAVALDAR: U NGU R AÐGERÐARSI N N I FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
5 N EM EN DU R ALLRA LAN DA SAM EI N IST Aðgerðir Gretu vöktu fljótt athygli um allan heim. Ungmenni um víða veröld sáu þarna tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sína og láta í sér heyra. Í desember 2018 höfðu meira en 20.000 nemendur í a.m.k. 270 borgum skipulagt föstudagssamkomur til að mótmæla aðgerðaleysi yfirvaldaí loftslagsmálum. Þúsundir ungmenna hópuðust saman m.a. á Íslandi, í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Kanada, Hollandi, Þýskalandi, Finnlandi, Danmörku, Japan, Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum. Skilaboðin voru skýr: Ungt fólk vill bregðast við vandanum, taka á honum af alvöru og það strax! Mótmælendur notuðu myllumerkið #FridaysForFuture til að skipuleggja fundi og hvetja til þátttöku. HVAÐ ÞARF MARGA FÖSTU DAGA TI L? Greta er ekki hætt. Hún ávarpaði fundarmenn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember 2018 og krafðist aðgerða. Í janúar 2019 ferðaðist hún til Davos í Sviss til að hvetja Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) og ýmsa stærstu leiðtoga viðskiptalífsins til að tryggja græna framtíð fyrir komandi kynslóðir. Ólíkt öðrum, sem mættu fljúgandi til ráðstefnunnar, ferðaðist Greta með lest og tók ferðalagið hana 32 klukkustundir. Ekki eru allir hrifnir af uppátæki Gretu og annarra ungra aðgerðarsinna. Greta hefur verið kölluð athyglissjúk og ýmsir gagnrýna hana fyrir að hvetja ungt fólk til að skrópa í skólanum.
6 1. Hvert er helsta hugðarefni Gretu? 2. Hver var tilgangur hennar með því að sleppa skóla í ágúst 2018? 3. Hvernig breyttust mótmælin eftir kosningarnar? 4. Hvað varð til þess að 20.000 ungmenni ákváðu að mótmæla aðgerðaleysi yfirvalda árið 2018? 5. Hverju vildu ungmennin koma á framfæri? 6. Hvernig komu mótmælendur upplýsingum á milli sín? 7. Af hverju þykir það fréttnæmt að Greta hafi verið 32 klukkutíma á leið sinni til Sviss? 8. Skoðaðu feitletruðu orðin. Finndu merkingu þeirra með aðstoð orðabókar eða með öðrum leiðum og skrifaðu hjá þér. 9. Hvað er Parísarsamkomulagið? Leitaðu upplýsinga og skráðu hjá þér stutta útskýringu. VERKEFN I 10. Sitt sýnist hverjum um aðgerðir Gretu og ungs fólks um allan heim. Eiga mótmælin rétt á sér að þínu mati? Er réttlætanlegt að skrópa í skóla til að mæta á slík mótmæli? Hver er þín skoðun? Færðu rök fyrir máli þínu.
7 ÍÞRÓTTIR | 25.01.2019 | 09:52 | UPPFÆRT: 10:45 DÓMHILDUR GESTSDÓTTIR ÚT AF M EÐ DÓMARAN N I N N Á M EÐ AFA HANS! Það deila fæstir um það að dómarar eru hluti af leiknum og að þeir eru nauðsynlegir til þess að leikurinn gangi sem best fyrir sig. Í hvaða leik sem er og í hvaða íþrótt sem er. Flestir eru líka sammála um að starf þeirra er ekki öfundsvert. Sérstaklega ekki þegar dómgæslan kallar á dónalegar athugasemdir og úthúðun áhorfenda. Stundum verður dómurum þó á í messunni og höfum við á Fréttafléttunni tekið saman þrjú dæmi sem sýna að dómarar eru, þegar allt kemur til alls, mannlegir. SKÆRI, BLAÐ, STEI N N Í október 2018 rölti David McNamara inn á leikvöllinn á undan leikmönnum kvennaliða Reading og Manchester City. Ekki grunaði hann þá að þessi leikur myndi draga dilk á eftir sér meira að segja út af ákvörðun sem hann tók áður en leikurinn byrjaði. Í knattspyrnureglum enska knattspyrnusambandsins segir að kasta eigi upp smámynt til að ákveða hvort liðið byrjar með boltann. Ekki vildi betur til en svo að þennan dag hafði David gleymt myntinni, sem hann ætlaði að nota, inni í dómaraherberginu. Hann tók þá ákvörðun að láta leikmenn fara í leikinn steinn, skæri, blað til þess að skera úr um hvort liðið byrjaði með boltann. Knattspyrnusambandið var ekki sátt við þessa ákvörðun Davids og úrskurðaði hann í þriggja vikna dómarabann. Sambandið hefði frekar kosið að David hefði farið inn í klefa og sótt smámyntina. Aðrir enskir dómarar stóðu með David og gagnrýndu ákvörðun knattspyrnusambandsins. Þeir vöktu athygli á því að leikmaður sem brýtur af sér og fær þriggja leikja bann getur komið aftur inn á völlinn eftir sjö til ÞAÐ ER ALGENGT AÐ ÞRÆTA VIÐ DÓMARAN N FRÆÐITEXTI ÉTTA I ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT B ÚTBROT ÚTBROT
tíu daga. Eins bentu þeir á að í upptalningu um hluti, sem dómurum er skylt að bera á sér á meðan leik stendur er hvergi minnst á smámynt. Eingöngu fjórir hlutir eru taldir upp í regluverkinu: - Flauta - Skeiðklukka - Gul og rauð spjöld - Skrifblokk og skriffæri til að skrá niður atvik sem upp koma í leiknum Yfir hundrað dómarar í neðri deildum enska fótboltans sýndu David samstöðu í næstu leikjum eftir að hann fékk þriggja vikna bannið. Í stað þess að varpa hlutkesti í upphafi leiks, létu þeir fyrirliðana leika stein, skæri, blað og tóku áhættu með því að verða sjálfir settir í bann. 1. Finndu a.m.k. tíu orð sem byrja á dóm- (t.d. dómari, dómsdagur) 2. Í hvaða landi fór þessi knattspyrnuleikur fram? 3. Hvað hefði dómarinn átt að gera þegar hann áttaði sig á því að smámyntin varð eftir í dómaraklefanum samkvæmt knattspyrnusambandinu? 4. Nefnið tvennt sem dómarar nýttu til að rökstyðja gagnrýni sína á dómarabannið? 5. Hvernig sýndu aðrir dómarar David samstöðu? 6. Skrifaðu niður með þínum orðum hvað eftirfarandi orðtök og orðasambönd þýða: að verða á í messunni að draga dilk á eftir sér að skera úr um að varpa hlutkesti 7. Útskýrðu með orðum eða með myndbandi hvernig leikurinn steinn, skæri, blað fer fram. Hægt er að finna leikreglurnar á netinu ef þú þekkir þær ekki. VERKEFN I 8
1. Lestu yfirAðstoðardómari kýldi leikmann . Lokaðu bókinni og endursegðu það sem þú manst úr fréttinni. 2. Skoðaðu vel fyrirsögnina a) Af hverju heldur þú að Dómhildur hafi valið þessa fyrirsögn en ekki t.d. Leikur sem fór úr böndunum ? b) Semdu a.m.k. eina fyrirsögn sem þér finnst passa vel við fréttina. 3. Finnst þér sanngjarnt að dómarinn hafi verið settur í bann? Eða eru tvær hliðar á þessu máli? Ræðið. VERKEFN I AÐSTOÐARDÓMARI KÝLD I LEI KMAN N Í nóvember 2015 fór fram leikur í íshokkí í kanadísku borginni Ontario. Á einum tímapunkti sauð upp úr á meðal leikmanna. Dómarar leiksins reyndu að skilja að leikmenn, sem komnir voru í hópslagsmál. Á upptöku má sjá hvernig aðstoðardómari kýldi leikmann þegar gengið hafði ágætlega að skakka leikinn. Þá hljóp þjálfari leikmannsins inn á ísinn og hrinti aðstoðardómaranum þannig að hann féll á svellið. Í kjölfarið var þjálfari liðsins rekinn frá liðinu. Aðstoðardómarinn, sem hafði dæmt í 42 ár án þess að nokkurt atvik sambærilegt þessu hafði komið upp, sagði myndbandið blekkjandi. Hann fullyrti að leikmaðurinn hefði viljandi hrækt blóði framan í sig. Þá hefði hann gripið í öxl leikmannsins í þeim tilgangi að ýta honum frá sér. Við það hefði leikmaðurinn kastað sér aftur líkt og hann hefði fengið á sig högg. Dómarinn var settur í tímabundið bann en ákvað sjálfur að leggja dómaraflautuna á hilluna til frambúðar. 9
MARKH EPPI N N DÓMARI 1. Hvert var hlutverk Atay Daudov í þessum leik? 2. Hvað gerði Atay Daudov sem þótti óvanalegt í leiknum? 3. Af hverju fékk vítaskytta Manes markið skrifað á sig? 4. Hvaða fyrirsögn gæti dregið saman allt innihald fréttarinnar? VERKEFN I Í Dagestan, sem er hérað í Rússlandi, kom dómarinn Atay Daudov heldur betur við sögu leiks í október 2018. Þá áttust við tvö lið í bikarkeppni, Keyes DD á móti Manas of Dahadaevskiy. Í lok fyrri hálfleiks dæmdi Atay vítaspyrnu. Hann stillti sér upp til hliðar inni í vítateig. Vítaskytta Manas fór á punktinn en markmaður Keyes náði að verja meistaralega. Leikmönnum Keyes til mikillar gremju fór boltinn frá markmanninum beint í höfuðið á Atay dómara og sveif þaðan í fallegum boga beint inn í markið. Reglurnar kveða á um að dómarar eru hluti af leiknum og markið var því dæmt gilt. Það er þó ekki hægt að skrifa mark á dómara og því fékk vítaskytta Manes markið skráð á sig. Leikurinn endaði með 4–4 jafntefli. 10
11 KVI KMYN DARÝN I - CAPTAI N MARVEL Kvikmyndagrein: Spennumynd/vísindaskáldskapur/ævintýramynd Leikstjórn: Ryan Fleck og Anna Boden Handrit: Ryan Fleck, Anna Boden og Geneva Robertson-Dworet Tungumál: Enska Sýningartími: 124 mín. Kostaði: $152.000.000 Aldur í USA: PG-13 Aldur á Íslandi: Bönnuð innan 12 ára Frumsýnd á Íslandi: 8. mars 2019 Aðalleikarar/aðalpersónur: Brie Larson - Vers / Carol Danvers Samuel L. Jackson – Nick Fury Jude Law – Yon-Rogg Annette Bening – Dr. Wendy Lawson Viðtökur: IMDB (Internet Movie Database): 7,0/10 Rotten Tomato: 79% Sögusvið/sögutími: Sagan gerist á 10. áratug síðustu aldar. Sögusviðið eru pláneturnar Jörðin og Hala ásamt víðáttum himingeimsins. FRÆÐITEXTI U PPLÝS NGAR ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
12 Söguþráður/atburðarás: Sagan hefst árið 1995 á plánetunni Hala. Vers er hermaður í Stjörnuher Kree stórveldisins. Yfirmaður hennar er Yon-Rogg sem einnig hefur leiðbeint henni við að ná stjórn á ofurkröftum sínum. Hún verður viðskila við hersveit sína í sendiför og er numin á brott af hópi uppreisnarmanna af Skrull ættbálki. Þeir fara með hana til Jarðarinnar í geimskipi sínu. Vers tekst að flýja og brotlendir í Los Angeles. Þar rekst hún fljótlega á útsendara S.H.I.E.L.D, sérstakrar löggæslustofnunar sem sinnir yfirskilvitlegum ógnum. Þeir Fury og félagi hans Coulson flækjast inn í atburðarásina þegar Skrull-liðar reyna ítrekað að handsama Vers á ný. Vers kemst að því að hún var eitt sinn orrustuflugmaður í Bandaríkjaher að nafni Carol Danvers. Hún var talin af eftir dularfullt flugslys sex árum áður. Með henni í vélinni var Dr. Wendy Lawson sem hafði meðferðis kraftmikinn orkugjafa, sem hún hafði hannað. Vers kemst að því að hún er mikilvægur hlekkur í blóðugu alheimsstríði. Nú þarf hún að lifa af, læra á ofurkraft sinn og bjarga Jörðinni frá útrýmingu. Captain Marvel verður til. U PPHAFIÐ Captain Marvel og saga hennar kom fyrst fyrir augu almennings í myndasögum frá Marvel útgáfunni. Persónan Marvel var hugarfóstur Stan Lee og Gene Colan. Hún birtist fyrst í 12. tölublaði Marvel Super-Heroes í desember 1967.
VERKEFN I 1. Hvað heitir aðalpersóna myndarinnar? Hver er bakgrunnur hennar? Hvað gerir hana öðruvísi en aðra? Hvað kemur fyrir hana? Hver leikur hlutverk hennar í myndinni? Skrifaðu persónulýsingu. 2. Kvikmyndin er bönnuð í Bandaríkjunum. a. Hvað þarftu að vera gömul/gamall til að sjá myndina þar? b. Hvað táknar merkið sem sýnir hnefann? 3. Hvað veistu um söguna? a. Hvar gerist kvikmyndin? b. Hver er ytri tími sögunnar? c. Hverjar eru helstu aukapersónur? d. Hvar á Jörðinni fer atburðarásin fram? 4. Hvers konar kvikmynd er þetta? 5. Hvernig tengjast þessir aðilar myndinni? Taktu fram allt sem þú finnur í textanum til að hafa svarið nákvæmt. a. Ryan Fleck b. Geneva Robertson-Dworet c. Jude Law d. Fury e. Stan Lee 6. Kvikmyndaunnendur um allan heim hafa sagt skoðun sína á kvikmyndinni og gefið henni einkunn. a. Hvað finnst þeim? b. Hvað segir það þér um myndina? c. Hefur þú séð myndina? Ef svo er, hvernig fannst þér? Gefðu einkunn. Ef ekki, langar þig að sjá myndina eftir að hafa lesið um hana? Af hverju/af hverju ekki? 13
14 EITT STÍ LBRAGÐ Í SKAPAN D I SKRI FU M ER AÐ NÝTA EN DU RTEKN I NGAR. ORÐ EÐA O RÐASAM BÖN D ERU EN DU RTEKI N TI L AÐ LEGGJA ÁH ERSLU Á EITTHVAÐ EÐA TI L AÐ MAGNA U PP ÁKVEÐNA SPEN N U EÐA TI LFI N N I NGAR. HJARTSLÁTTU R HAFSI NS Hún kom í bekkinn bara viku fyrir vorferðina. Nýfermd að vestan, nýflutt hingað norður, nýgengin á land úr hafi þeirra sem ekki eru mennskir. Hún var með blóðrautt hár sem féll í fossi niður eftir bakinu. Eldhærð eins og gyðja úr norrænni goðafræði. Augun græn eins og engið hans afa eftir annan slátt sumars. Það var þriðjudagur og venjulega gerðist ekkert merkilegt á þriðjudögum. Það var lengsti dagurinn á stundaskránni sem litaði óneitanlega þær væntingar sem maður gerði, eða gerði ekki, til þriðjudaga. En þessi þriðjudagur komst í sögubækurnar því hún gekk inn í stofuna. Fríða skólastjóri bauð okkur góðan dag, sagði að Andrea Sól væri nýr nemandi í 8. bekk og bað okkur um að taka vel á móti henni. Hún snerist á hæl og skildi Andreu Sól eina eftir við hurðina. Andrea Sól horfði ekki niður, eins og ég hefði örugglega gert. Heldur horfði hún beint fram og frá henni lagði gyllta birtu sjálfsöryggis. AN NAÐ STÍ LBRAGÐ ER AÐ NÝTA VIÐLÍ KI NGAR. TVEI M U R H UGTÖ KU M ER LÍ KT SAMAN M EÐ ÞVÍ AÐ NOTA SAMAN BU RÐARORÐ EI NS OG TI L DÆM IS LÍ KT OG , EI NS OG , SEM . FRÆÐITEXTI BÓ KM EN NTI R ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
15 Örvar kennari sagði henni að fá sér sæti og svo man ég ekkert meira sem gerðist í kennslustundinni því öll mín athygli fór í að fylgjast með nýju stelpunni. Hvernig hún hlustaði á það sem Örvar sagði. Hvernig augun kipruðust þegar hún brosti. Hvernig hún renndi fingrunum í gegnum hárið, ekki eins og af óöryggi heldur af glæsibrag eins og kvikmyndaleikkona á rauðum dregli myndi gera. Í frímínútum þyrptust vinsælu stelpurnar að henni. Ég heyrði ekki hvað þær spurðu hana um eða hverju hún svaraði. Þær voru eins og flugnager, sveimandi í kringum hana, drottningu blýflugnanna. Ég reyndi að virka töff og áhugalaus. Sá að tvisvar sinnum horfði Andrea Sól yfir flugnagerið til mín. Ég brosti til hennar í seinna skiptið en leit fljótt undan til að hún sæi ekki roðann sem breiddist út í kinnar mínar eins og logandi bergkvika sem breiðir sig yfir úfið landslag. Ámiðvikudegi brosti hún til mín, nálgaðist mig og hjartað pumpaði milljón slögum á mínútu þegar tær rödd hennar sagði: „Hæ.‟ Mér vafðist tunga um tönn. Hún horfði á mig og grænu augu hennar boruðu sig inn í sál mína. Ég náði að tosa upp úr raddböndunum veiklulegt „hæ‟ og hún hló. Dillandi hláturinn minnti á fyrsta almennilega sumardag hvers árs. Þegar fólk klæðist hlýrabolum og biðröðin í ísbúðina nær út að skóbúðinni. Ætti ég að spyrja hana hvort hún ætli í félagsmiðstöðina í kvöld? Eða hvað hún ætli sér að gera í sumar? Ég opnaði munninn en þá heyrðist bílflaut og okkar fyrsta samtal hófst og endaði með hæ-i frá báðum. Ég horfði á hana hlaupa, nei svífa eins og engil, í átt að bílnum og hverfa inn í hann. Hún veifaði þegar bíllinn fór af stað og bar hana í burtu frá mér. Fjórum dögum eftir að nýtt tímatal hófst í mínum huga, eftir að hún sýndi mér áhuga og tók af skarið við að kynnast mér, hitti ég hana fyrir utan sundlaugina. Hún var að koma upp úr en ég hafði ætlað mér ofan í. „Getur þú kannski sýnt mér bæinn á eftir, þegar þú ert …,‟ byrjaði hún að segja en ég greip fram í og sagðist ekkert þurfa að fara í sund. Ég gæti vel sýnt henni bæinn strax. Hún brosti, tók undir handlegg minn og hjarta mitt tók heljarstökk af kæti. Meðminn hægri handlegg og hennar vinstri krækta saman umolnbogana gengum við um bæinn. Ólíkt miðvikudeginum runnu orðin út úr mér. Ég var með fullkomna munnræpu. „Í þessu húsi búa Hrönn í 8. bekk og bróðir hennar Stjáni, sem er í 5. bekk. Örvar umsjónarkennarinn okkar býr þarna og í þessu húsi er skóverkstæði en Kata, sem vinnur þar, gerir líka við ýmislegt annað, eins og töskur og belti og…‟ svona hélt orðaflaumurinn áfram þar til við stóðum í fjörunni.
16 „Ég elska hafið,‟ hvíslaði Andrea Sól og dró djúpt inn andann. Það var aðeins of mikil þarafýla í dag til að ég nyti lyktarinnar frá hafinu. En ég kinkaði kolli. Andrea Sól teygði sig í hönd mína og við stóðum í flæðarmálinu, hönd í hönd og ég lokaði augunum. Ég heyrði öldugjálfrið við fætur okkar, það var eins og að hlusta á hjartslátt hafsins. Hægur, þungur hjartsláttur. Róandi. Hún hallaði höfði sínu upp að öxl minni og ég hallaði mínu höfði ofan á hennar. Þaralyktin vék fyrir sætum berjailmi úr sjampói Andreu Sólar. Við sögðum ekkert en ég fann að við önduðum í takt. Og taktur okkar var sá hinn sami og hjartsláttur hafsins. „Strax og skólanum lýkur fer ég til ömmu fyrir vestan og verð hjá henni út júlí.‟ Ég sagði ekkert, orðin héngu bara í loftinu og ég einbeitti mér að hjartslætti hafsins. Vonaði að minn hjartsláttur myndi ekki þagna. Í síðustu viku vissi ég ekki að Andrea Sól væri til en núna fannst mér eins og heimurinn væri að hrifsa af mér eitthvað sem væri mér lífsnauðsynlegt. Aldrei áður hafði mér liðið eins og mér leið þegar ég sá Andreu Sól fyrst. Tilfinningar, sem voru mér svo framandi, höfðu tekið bólfestu í líkama mínum. Hún sneri höfði sínu að mér og mér að óvörum teygði hún höfuð sitt upp til mín og kyssti mig mjúklega á varirnar. Ég þorði ekki að hreyfa mig, viss um að þá myndi ég lyfta álögunum, skemma fyrsta kossinn. Ekki bara fyrsta kossinn okkar, heldur allra fyrsta kossinn minn. Eftir þúsund andartök, þar sem tíminn stóð í stað og ekkert skipti máli, dró hún höfuð sitt örlítið til baka. Dró varir sínar frá mínum. Hún brosti og grænu augu hennar glitruðu eins og gimsteinar. Næstu vikur voru líkt og í ævintýri. Við vorum eins og samlokur og aldrei sást ég án þess að Andrea Sól væri nálægt. Daginn sem hún kvaddi til að fara til ömmu sinnar grét ég úr mér augun. Hún grét líka en kyssti mig þess fullviss að fjarvera sín yrði bara í tæpa tvo mánuði. Svo kæmi hún aftur. Hún kom aldrei aftur í þorpið. Aldrei aftur stóðum við saman í flæðarmálinu og hlustuðum á hafið. Aldrei aftur.
17 VERKEFN I 1. Finndu dæmi um endurtekningu í textanum. 2. Finndu a.m.k. þrjár viðlíkingar í textanum. 3. Af hverju heldur þú að sögumaður hafi notað gyllta litinn til að lýsa sjálfsöryggi Andreu Sólar? 4. Hvaða atburður varð til þess að sögumaður segir að nýtt tímatal hafi hafist? 5. Af hverju varð fyrsta samtalið á milli sögumanns og Andreu Sólar ekki meira en bara hæ? 6. Hvernig leið sögumanni þegar Andrea Sól tók undir handlegg hans? 7. Finndu samheiti við orðið orðaflaumur . 8. Finndu orð í smásögunni sem þýðir það sama og hljóð sem smáar öldur gefa frá sér. 9. Hvernig leið sögumanni þegar Andrea Sól sagðist fara vestur þegar sumarfríið byrjaði? 10. Hvað þýðir að vera eins og samlokur? 11. Hvort telur þú sögumanninn vera stelpu eða strák? Rökstyddu svar þitt. 12. Ritun. Smásagan er ákaflega ljóðræn og mikið af viðlíkingum í textanum. Notaðu orð, orðasambönd og/eða málsgreinar úr smásögunni til að semja ljóð.
18 HVAÐ ER RO KKTÓN LIST? Það er kúnst að hlusta á aðra tala og meðtaka það sem sagt er. Virka hlustun er þó hægt að æfa og í því felst þetta verkefni. Á vefnum www.krakkaruv.is er hægt að finna ýmsa þætti sem eru í senn fræðandi og skemmtilegir. Gott er að lesa fyrst yfir spurningarnar áður en þú hlustar á þáttinn. Þá er auðveldara að safna saman upplýsingunum, sem þú þarft til að leysa verkefnið, á meðan þú hlustar. Þátturinn sem þú hlustar á fjallar um rokktónlist. FRÆÐITEXTI VI K H LUSTU N ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
VERKEFN I 1. Hvað heitir umsjónarkona þáttarins? 2. Hver er sérfræðingur þáttarins? 3. Hvaða merkingu hefur rokkið fyrir sérfræðing þáttarins? 4. Hvaða hljóðfæri er hægt að tengja við upphaf rokksins? 5. Í hvaða landi urðu blúsinn og rokkið til? 6. Hvaða ár hófst rokktónlistarstefnan? 7. Hvernig kynntust Íslendingar rokkinu? 8. Hvað gat fólk í Keflavík og nágrenni gert sem aðrir búsettir annars staðar gátu ekki? 9. Hverjir voru Bítlarnir? 10. Bítlarnir höfðu áhrif á annað en tónlist. Hvað var það? 11. Hvað finnst sérfræðingnum skemmtilegast við það að spila rokk? 12. Með hvaða hljómsveitum hefur sérfræðingurinn spilað lengst? 13. Í hvaða keppni tók hljómsveitin þátt? 14. Hvaða hljóðfæri eru notuð í rokkhljómsveitum? 15. Hvaða hljóð tengja flestir við rokkið? 16. Hvaða sex tegundir af rokki eru taldar upp með tóndæmum í þættinum? 17. Hvað greinir rokkið frá popptónlist? 18. Hvað er riff? 19. Hvað gera gítarpetalar? 20. Hvað gera rótarar? 21. Hvaða hljómsveit telur viðmælandinn vera fyrstu íslensku rokkhljómsveitina? 22. Hvaða þrjú ráð gefur viðmælandinn í lok þáttar. 19
U PPFI N N I NGAR: RJÓMAÍSI N N Mig langar í ís! Flest þekkjum við þá tilfinningu að langa rosalega mikið í ís. Vanilluís, súkkulaðiís eða jarðarberjaís, með eða án dýfu, í boxi eða brauðformi. Og hvað gerum við? Jú, við opnum frystinn, skreppum í matvörubúð eða ísbúð eða setjumst inn á kaffihús eða veitingastað. Ís er fáanlegur á flestum stöðum. En það hefur ekki alltaf verið svo. Ekki er vitað nákvæmlega hver fann upp ísinn né hvenær. Þó er að finna gamlar sögusagnir um ísneyslu langt aftur í aldir. Alexander mikli gæddi sér víst iðulega á snjó sem bragðbættur var með hunangi. Rómverski keisarinn Neró skipaði þjónum sínum reglulega að ganga til fjalla í þeim tilgangi einum að sækja snjó sem síðan var bragðbættur með margs konar ávöxtum. Sagan segir að landkönnuðurinn Marco Polo hafi haft í fórum sínum uppskrift af krapís þegar hann sneri heim til Ítalíu úr ferðalagi sínu um Asíu á 13. öld. Sú uppskrift tók breytingum í tímans rás og barst víða um Evrópu. Rjómaísinn kom svo fram á sjónarsviðið í Englandi og Frakklandi á 16. öld. Hann náði miklum vinsældum sem eftirréttur en þó eingöngu hjá kóngum og öðru aðalsfólki. Ísgerðin tók langan tíma. Stórum málmpotti með rjóma og öðrum innihaldsefnum var komið fyrir í íláti fullu af klaka. Því næst var hrært í pottinum með sleif í óralangan tíma þar til ísblandan þykknaði. Verkið var erfitt og tímafrekt og á þessum tíma var ekki auðvelt að verða sér úti um klaka eða ísklumpa. Það var svo árið 1660 að fyrsta kaffihús Parísarborgar, Café Procope, bauð upp á rjómaís á matseðli sínum. Almenningur smakkaði þar ís í fyrsta skipti en það liðu þó næstum 200 ár þar til hann náði vinsældum. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT 20
Þá leit fyrsta ísvélin dagsins ljós, nánar tiltekið árið 1843. Hin bandaríska Nancy Johnson hannaði vél sem allir gátu notað. Vélin var handhæg, skál úr málmi var komið fyrir í íláti sem var litlu stærra. Hún bjó yfir einfaldri kælitækni er samanstóð af klaka og salti. Mun færri klaka þurfti til verksins en áður, þar sem svæðið milli skálar og íláts var ekki mikið. Lok var á vélinni sem flýtti fyrir kælingu rjómans og sérstök sveif, sem náði niður á botn innri skálarinnar, auðveldaði ísgerðarfólki að hræra í blöndunni. Ísgerðin tók nú mun styttri tíma og fólk um allan heim gat útbúið sinn eigin ís á einfaldan hátt. Á næstu áratugum þróaðist ísgerð hratt, sérstaklega eftir að frystitækni kom til sögunnar. Hönnun frú Johnson hefur staðist tímans tönn og er undirstaða í flestum ísvélum nútímans. Við eigum henni mikið að þakka. VERKEFN I 1. Langar þig í ís núna? 2. Hvernig var fyrsti ísinn sem sögur fara af? 3. Hvað varð til þess að Evrópubúar kynntust ís? 4. Af hverju heldur þú að rjómaís hafi ekki verið til á öllum heimilum á 17. og 18. öld? 5. Hvað eigum við Nancy Johnson að þakka? 6. Hvað varð til þess að ísgerð þróaðist hraðar en áður? 7. Í textanum er gróf lýsing á hönnun ísvélarinnar. Hvernig heldur þú að vélin hafi litið út? Skissaðu á blað það sem þú sérð fyrir þér. Nýttu textann og ímyndunaraflið. 21
22 GAGGÓ VEST Bjallan glymur, gróft er hennar mál, Gaggó Vest hefur enga tildursál. Eins og sést, eins og sést, eins og sést, þá er ég alinn upp í Gaggó Vest. Kennarahræin eru kuldaleg í framan, kannski þykir þeim hreint ekki gaman að vakna í bítið í vetrartíð til að vitka draugfúlan æskulýð. Bekkjarstofur fyllast af bleikum fésum, Bínum og Jónum og Siggum og Drésum. Handalögmál og hefðbundin læti, hunskist þið til að fá ykkur sæti. Segðu mér, hvaða ár hengdu þeir Krist? Í hvaða bandi spilar Franz þessi Liszt? Einn týndi bókinni, annar gleymdi að lesa. Af hverju kallar hann okkur lúsablesa? Eins og sést, eins og sést, eins og sést þá er ég alinn upp í Gaggó Vest. Gaggó Vest, Gaggó Vest gaf mér allt sem reyndist svo best. Nú er kennarafundur um komandi fár. Þeir kalla faraldurinn bítlahár. Frá Lifrarpolli ljót berast org, lýðurinn dansar um stræti og torg. Var ekki nóg að fá tjútt og tvist? Tæpast flokkast þessi öskur sem list. Drottinn minn, það er dansæfing í kvöld. Djöfullinn sjálfur mun taka hér völd. Allt í einu er Andrés litli orðinn stór, það gera hinir alræmdu bítlaskór. Hér verður rokkað og rólað um allt. Það rennur vatn undir hörund vort, kalt. Komdu upp að töflunni hvað sem þú heitir. Þú minnir á púka´– og öfgasveitir. Af hverju er haus á herðum þínum? Taktu nú vel eftir orðum mínum. Þú verður aldrei annað en rukkari, róni eða þaðan af verra. Rugguhestur og uxakerra. Ó kennari minn, ég kveð þig nú með kurt og pí og segi I love you. Je t’aime, ég elska þig. Er nokkur von til þess þú elskir mig? Ólafur Haukur Símonarson FRÆÐITEXTI BÓ KM EN NTI R ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT TB ÚTBROT ÚTBROT
VERKEFN I 1. Textinn segir sannarlega sögu. Á hvaða tíma heldur þú að sagan gerist og hvað hjálpar þér í textanum til að finna út tímabilið? Ræðið saman og leitið á netinu eftir vísbendingum. 2. Hvaða stofnun var Gaggó-Vest? 3. Kennarar eru frekar óhamingjusamar verur í þessum texta. Finndu a.m.k. þrjú atriði sem sýna að þeir hafi e.t.v. ekki gaman af vinnunni sinni eða unglingum yfirhöfuð. 4. Finndu a.m.k. þrjú atriði sem lýsa nemendahópnum og gætu útskýrt af hverju kennararnir eru e.t.v. ekki kátari í vinnunni. 5. Sagnorðið að vitka kemur fyrir í öðru erindi. Hvað þýðir það? 6. Fyrstu tvær línurnar í fjórða erindi eru brandarar. Af hverju eru þessar spurningar broslegar? 7. Frá Lifrarpolli ljót berast org segir í textanum. Hvaða breska borg hefur fengið íslensku beinþýðinguna Lifrarpollur í vísunni? 8. Af hverju hækkaði Andrés bara sí svona í 8. erindi? 9. Í lokaerindinu kveður nemandinn kennarann. Lýstu tilfinningunni eða stemmingunni í erindinu eins og þú skilur hana. 10. Skoðaðu ljóðið út frá rími og ljóðstöfum: a. Hvernig rím notar skáldið? b. Finndu ljóðstafina í erindi númer tvö. 11. Ritunarverkefni: Veldu annaðhvort verkefni a eða b: a. Í einræðu kennarans, í 9. erindi, gerir kennarinn heldur betur lítið úr nemandanum. Settu þig í spor nemandans og skrifaðu formlega kvörtun til skólastjórans þar sem þú lýsir framkomu kennarans og hvernig þér leið. b. Þú ert kennarinn, nýkominn heim úr vinnunni og þar bíður makinn þinn. Segðu makanum hvernig þér líður eftir daginn í vinnunni og hvernig nemendur haga sér. 23
24 ÁÐU R EN ÞÚ LEST M EÐAN ÞÚ LEST 1. Skoðaðu fyrirsögnina, undirfyrirsagnir og myndirnar. Um hvað heldur þú að textinn muni fjalla? 2. Hvað veistu um efnið nú þegar? 3. Hvað væri gott að vita meira um efnið? 1. Stoppaðu við hverja efnisgrein og hugsaðu um hvort þú hafir skilið það sem þú varst að lesa. Þú getur t.d. endursagt innihaldið með eigin orðum í huganum áður en þú lest næstu efnisgrein. 2. Flettu upp orðum sem þú skilur ekki. ÞAÐ SEM ÁÐU R VAR EN ER EKKI LENGU R Mörg dýr eru í útrýmingarhættu. Nashyrningurinn Sudan komst í heimsfréttirnar árið 2018 þegar hann drapst. Hann var síðasta karldýrið af annarri af tveimur undirtegundum hvíta nashyrningsins. Eftir standa tvö kvendýr af þessari tegund og höfðu vísindamenn vonast til þess að Sudan og annað kvendýrið myndu eignast afkvæmi. Það gekk ekki eftir. Aðeins framtíðin mun leiða í ljós hvort vísindamönnum takist með erfðaefnum að endurskapa tegundina. Ef ekki þá deyr þessi tegund nashyrninga út þegar bæði kvendýrin drepast. Forfaðir tegundarinnar var uppi fyrir 30 milljónum árum, síðan hefur tegundin þróast og þrifist á jörðinni. Tilvist tegundarinnar hefur verið ógnað vegna veiðiþjófa og ágangs mannsins á landsvæði nashyrninganna. Fleiri tegundir eru í bráðri útrýmingarhættu. Dæmi um dýrategundir sem fólki ber að vernda gegn útrýmingu eru risapöndur, fjallagórillur, indverska tígrisdýrið, ljón, gíraffar, fílar og flóðhestar. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
25 FÍ LAFUGL Hvíti nashyrningurinn er ekki fyrsta dýrategundin sem hverfur af yfirborði jarðar. Um 70% lífríkis þurrkaðist út með dauða risaeðlanna. Eitt þeirra dýra sem lifði af hamfarirnar þróaðist í risavaxinn fugl sem kallaðist fílafugl. Fílafugl er talinn vera stærsti fugl sem hefur gengið um jörðina. Hann var líkur strúti í útliti en töluvert stærri. Bein sem hafa fundist sýna að hann var rúmlega þriggja metra hár og um 500 kg að þyngd. Í bókinni Þúsund og ein nótt var skrifað um fugl sem var svo stór að hann gat borið fíl í klóm sínum. Kannski var hér verið að ýkja um getu fílafugls? Enda var fuglinn til þegar sögurnar, sem mynda safnið Þúsund og ein nótt , voru samdar. Fílafuglinn lifði á eyjunni Madagaskar í Indlandshafi. Á eyjunni hafa fundist egg fuglsins og í dag eru til um 40 heilleg egg á söfnum og í einkaeigu, víðs vegar um heiminn. Egg fuglsins eru þau stærstu sem nokkurt dýr hefur orpið. Þau eru meira að segja stærri en risaeðluegg. Fílafuglinn dó út fyrir um þúsund árum. Sumir telja að hann hafi dáið út vegna þess að mannfólkið hafi stolið eggjum fuglsins, enda dugði eitt egg sem máltíð fyrir heila fjölskyldu.
RISAVAXNAR DREKAFLUGU R Stærsta skordýr sem hefur lifað á jörðinni er risavaxin drekafluga. Hún sveimaði um loftin fyrir um 300 milljónum árum, eða á svokölluðu kolatímabili. Vænghaf hennar var um 65–70 cm. Árið 1885 fann franskur steingervingafræðingur steingerving af flugunni og skýrði hana Meganeura, sem þýðir stórar taugar. Nafnið vísar í taugakerfið sem sést á vængjum skordýrsins. Vísindamenn hafa velt fyrir sér hvernig flugurnar náðu þessari risavöxnu stærð. Þeir telja að ástæðan sé hversu súrefnisríkt loftslagið var og eins að á þessum tíma voru fá rándýr á jörðinni og á flugi. Landslagið á jörðinni var allt öðruvísi en við þekkjum það í dag og stór skriðdýr og spendýr voru ekki til. Lífríkið á jörðinni hélt áfram að þróast og risaeðlur urðu til. Talið er að flugeðlur hafi étið risavöxnu drekaflugurnar og þær því dáið út. Eins er talið að loftslagið hafi breyst og skilyrðin fyrir vöxt risaskordýra versnað. 1. Hvað veistu um nashyrninginn Sudan? 2. Hvers vegna er ein undirtegund hvíta nashyrningsins við það að deyja út? 3. Lykilorð skipta miklu máli þegar skilja á texta, þau hjálpa okkur að muna aðalatriðin. Finndu a.m.k. þrjú lykilorð í textanum um fílafuglinn. Skrifaðu þau niður og útskýrðu af hverju þú valdir þessi orð. HJÁLP! PSSST … H ÉR VELU R ÞÚ O RÐ EI NS OG T.D. MADAGASKAR OG SEG IST HAFA VALIÐ ÞAÐ TI L AÐ M U NA AÐ FÍ LAFUGLI N N BJÓ Á ÞEI RRI EYJ U. 4. Hvernig heldur þú að það hafi hjálpað risavöxnu drekaflugunum að það voru fá rándýr á svæðinu? EFTI RLESTU R 26 Steingervingar eru steinrunnar leifar dýra og plantna, varðveittar í jarðlögum.
5. Mældu! a. Finndu í textanum hvað fílafuglinn var hár og fáðu bekkjarfélaga til að aðstoða þig. Biddu þá um að leggjast á gólfið, hlið við hlið. Hvað þarftu marga bekkjarfélaga til að ná sömu lengd og fílafuglinn var? En ef þeir leggjast endilangir, hvað þarftu þá marga bekkjarfélaga til að aðstoða þig við að ná hæðinni? b. Finndu í textanum hvað vænghaf risavöxnu drekaflugunnar var langt. Hvað þarft þú mörg A4 blöð til að ná sömu lengd? 6. Ef þú mættir velja tvær dýrategundir til að vernda frá útrýmingu, hvaða tvær tegundir myndir þú velja? Af hverju þessar tegundir? Aukasprell: Safnaðu saman svörum bekkjarfélaga þinna og útbúðu línurit með niðurstöðunum. 7. Gerðu einfalt hugarkort í vinnubók eða tölvu af dýrum í útrýmingarhættu, þar sem eftirfarandi spurningum er svarað: • Hvað þýðir orðið útrýmingarhætta? • Hvað heldur þú að við getum gert til að vernda þau dýr sem eru í útrýmingarhættu? • Finnst þér skipta máli hvort dýr deyi út? Af hverju/Af hverju ekki? Ræðið niðurstöður í bekknum. VÆNGHAF 27
28 ORÐAFORÐI Orðaforðinn þinn mælist af þeim fjölda orða sem þú þekkir og getur notað í töluðu máli. Hér koma nokkur orð, ný og gömul, sem þú getur safnað í þinn orðaforðasarp. Sarpur : Orðið sarpur nær yfir fremsta hluta meltingarfæra fugla og skordýra, sarpur er einhvers konar poki úr vélindanu. Að safna í sarpinn og að tína í sarpinn vísar til dæmis í að fuglar safna matarforða í þennan poka til að neyta síðar. Eins er talað um að fólk geti safnað þekkingu og reynslu í sarpinn til að nýta þegar á þarf að halda. Til dæmis safnið þið alls konar orðum og fróðleik úr þessari námsbók í sarpinn og nýtið ykkur síðar til að koma hugsunum ykkar í orð eða til að skilja betur hvað þið heyrið eða lesið. Kaldhæðni : Oft er talað um að íslenskur húmor sé kaldhæðinn. Kaldhæðni felur í sér að það sem sagt er getur haft andstæða merkingu við það sem meint er. Dæmi: Þú situr inni í herberginu þínu og það er allt í drasli. Pabbi þinn rekur inn höfuðið og beitir kaldhæðni þegar hann segir: „Nei sko! Það ætti að gefa þér bikar fyrir framúrskarandi reglusemi og þrifnað í herberginu þínu.‟ Plokka : Sagnorðið að plokka hefur verið til í íslensku til fjölda ára í merkingunni að reyta. En árið 2018 kom fram ný merking fyrir orðið. Nýja merkingin felur í sér að tína upp rusl á meðan fólk gengur eða skokkar. Merkingin er fengin frá sænska orðinu að plogga (myndað af orðunum plocka sem þýðir að tína upp og jogga sem þýðir að skokka). Sá sem plokkar er plokkari, sem hefur einnig aðrar merkingar yfir íslenskan fiskrétt og áhald til að plokka t.d. hár. FRÆÐITEXTI ÚTSKÝRI NGAR ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT MARGRÆÐ ORÐ HAFA FLEI RI EN EI NA M ERKI NGU. TI L DÆM IS GETU R O RÐIÐ VERJA VERIÐ NAFNORÐ OG ÞÝTT VÖ RN (SMO KKU R ER STU N DU M KALLAÐU R VERJA). VERJA GETU R LÍ KA VERIÐ SAGNO RÐ OG ÞÝTT AÐ HALDA U PPI VÖ RN (T.D. AÐ VERJA MARK) EÐA AÐ BERJAST FYRI R EI N HVERJ U (T.D. AÐ VERJA H EIÐU R EI N HVERS).
VERKEFN I 1. Skrifaðu málsgrein þar sem orðatiltækið „að safna í sarpinn‟ er notað á réttan hátt. 2. Hvað er annað orð yfir húmor? 3. Skrifaðu lýsingu á kaldhæðni með þínum eigin orðum og taktu dæmi um hana. 4. Kaldhæðni er samansett úr tveimur orðum. Hver eru þau? Útskýrðu hvort um sig. 5. Hvaða þrjár merkingar felast í orðinu plokkari? 6. Hvað þýðir að orð séu margræð? 7. Skoðaðu sagnorðin að særa og að mæla sem bæði eru margræð. Finndu a.m.k. tvær merkingar þessara orða. 29
30 ÓMÓTSTÆÐI LEG MÁLVERK Listamaður : Leonardo da Vinci Þjóðerni: Ítali Ár: Líklega unnið á árunum 1503–1506 Efni : Olía á við (asparpanell) Stærð : 77 cm x 53 cm Staðsetning : Louvre listasafnið í París, Frakklandi Nokkrar staðreyndir: Leonardo málaði Monu Lisu í Flórens á Ítalíu. Verkið varð eign franska konungsveldisins eftir lát listamannsins, árið 1519, en ekki er vitað hvernig það vildi til. Eftir frönsku byltinguna var það flutt í Louvre safnið en fékk ekki að hanga þar í friði. Til að mynda fékk herforinginn mikli, Napóleon Bonaparté, verkið að láni í nokkur ár til að hafa í svefnherbergi sínu. Þegar Frakkar tóku þátt í stríðsrekstri á 19. og 20. öld var Mona Lisa reglulega flutt á milli staða til að tryggja öryggi þessa verðmæta málverks. Verkið skilaði sér þó alltaf aftur í listasafnið og hefur fengið að vera þar í friði síðustu áratugi. MÁLVERKI N U STO LIÐ 1911 Þann 21. ágúst varMonu Lisu stolið af Louvre listasafninu. Stuldurinn uppgötvaðist þó ekki fyrr en daginn eftir. Safninu var þegar lokað og rannsókn lögreglu hófst. Franskt skáld, Guillaume Apollinaire var fangelsaður, grunaður um verknaðinn. Hann skellti skuldinni á vin sinn, listmálarann Pablo Picasso sem var yfirheyrður í þaula. Þeir voru báðir sýknaðir. Það var ekki fyrr en að tveimur árum liðnum að þjófurinn gaf sig fram. Hann var starfsmaður listasafnsins, af ítölskum ættum og taldi að meistaraverk Leonardos ætti með réttu að vera á ítölsku listasafni. Ránið gekk nokkuð auðveldlega fyrir sig, þjófurinn hafði gengið inn í sýningarsalinn á opnunartíma, falið sig í kústaskáp þar til safninu var lokað. Þá tók hann málverkið niður af veggnum, vafði því inn í frakkann sinn og gekk út um starfsmannainnganginn. Málið taldist upplýst og verkiðMona Lisa komst aftur á sinn stað, óskaddað. MONA LISA FRÆÐITEXTI ÚTSKÝRI NGAR FRÁSÖGN ÚTBROT R T ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT T ÚTBROT ÚTBROT
31 TÓN LEI KARN I R (TH E CONCERT) Listamaður: Johannes Vermeer Þjóðerni: Hollendingur Ár: Líklega frá árinu 1664. Efni : Olía á striga Stærð: 72,5 cm x 64,7 cm Staðsetning: Óþekkt Nokkrar staðreyndir: Isabella Steward Gardner keypti verkið á uppboði í París árið 1892 og flutti með sér til Boston í Bandaríkjunum. Þar var málverkið til sýnis í listasafni Isabellu sem var nefnt eftir henni. MÁLVERKI N U STO LIÐ 1990 Kvöld eitt í mars laumuðust nokkrir menn inn í Gardner safnið í Boston dulbúnir sem lögreglumenn. Þeir höfðu á brott með sér þrettán verðmæt listaverk, þar á meðal Tónleikana hans Vermeers. Allt fram á þennan dag veit enginn hvað varð af verkinu. Það er talið vera verðmætasta listaverk í heimi sem enginn veit hvar er niðurkomið og er verðmetið á rúma 24 milljarða. ÓPIÐ Listamaður: Edvard Munch Þjóðerni: Norðmaður Ár: 1893–1910 Efni: Olía, vatnsmálning og pastellitir á pappa Stærð: 91 cm x 73,5 cm Staðsetning: Í norska ríkislistasafninu og á Munch safninu í Osló. Nokkrar staðreyndir: Verkið er til í fjórum útgáfum sem listamaðurinn gerði á árunum 1893–1910 ýmist með olíu- eða pastellitum. Eitt verkanna er í einkaeigu, tvö eru geymd í Munch safninu og eitt í ríkislistasafninu.
MÁLVERKI N U STO LIÐ 1994Tveir menn brutust inn í ríkislistasafnið og stáluÓpinu (málað árið 1893). Þeir skildu eftir miða þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir lélega öryggisgæslu. Safninu barst lausnargjaldskrafa upp á eina milljón dollara en stjórn þess ákvað að verða ekki við henni. Árið 1994 tókst að hafa uppi á málverkinu í flókinni aðgerð norsku og bresku lögreglunnar. Það er nú geymt á ríkislistasafninu eins og áður. 2004Grímuklæddir menn vopnaðir byssum ruddust inn í Munch safnið í Osló um hábjartan dag og stáluÓpinu (málað árið 1910) og verkinu Madonna , eftir sama listamann. Þjófarnir komust undan. Rúmu hálfu ári seinna handtók norska lögreglan nokkra menn sem síðar voru dæmdir og fangelsaðir fyrir ránið. Ekki tókst að hafa uppi á málverkunum og talið var að þau hefðu verið eyðilögð. Árið 2006 fundust þó bæði verkin í þokkalegu ásigkomulagi og hanga nú á sínum stað á Munch safninu. VERKEFN I 1. Hvaða málverk er elst? 2. Hver málaði verk sem síðar var sýnt á safni í Bandaríkjunum? 3. Málverkin þrjú eru máluð á mismunandi efnivið. Nefndu alla. 4. Hvaða listamaður notar fleiri en eina tegund af litum við vinnu sína? 5. Hvaða listaverk er ekki til sýnis í heimalandi listamannsins? 6. Hvert listaverkanna er rétt tæpur metri á hæð? 7. Þú vilt sjá verkin með eigin augum. Hvernig ferðu að því? 8. Ópinu var stolið tvisvar sinnum en þjófarnir stálu þó ekki sama málverkinu. Hvernig getur það staðist? 9. Í seinni heimsstyrjöldinni varMona Lisa flutt af Louvre listasafninu og falin á óþekktum stað. Hvers vegna var það gert? 10. Frægur listmálari var eitt sinn grunaður um stuld á frægu málverki. a) Hver var það og hvaða verki var hann sakaður um að hafa stolið? b) Aflaðu þér upplýsinga um listmálarann. Hvaðan var hann? Hvar bjó hann og starfaði? Hvað einkennir myndlistarstíl hans? Nefndu nokkur fræg verk eftir hann. 32
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=