Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Ákveðið hversu miklum tíma þið viljið eyða og hvort þið viljið taka því rólega og hugleiða, tala hljóðlega, ganga, hoppa, hlaupa eða dansa. 2) Haldið einbeitingu og gerið það sem þið ákváðuð á meðan þið haldið jafnvægi milli þess að hafa gaman og vera ákveðin í að ljúka verkinu. 3) Þegar þið eruð búin skulið þið koma saman sem hópur og deila hugsunum ykkar. Hér geta komið ný sjónarhorn fram um verkefnið sem verið var að vinna eða jafnvel nýjar hugmyndir um eitthvað allt annað. 4) Munið að taka þessar pásur og virkja líkamann með reglulegu millibili. Stundum getur verið gott að brjóta upp verkefnavinnu og standa upp frá borðinu. Þess vegna ættuð þið að slíta ykkur frá stólnum og borðinu og framkvæma hluti á annan hátt með því að nota líkama ykkar: Þið getið farið í göngutúr eða tekið stutt hlaup eða farið og fóðrað endurnar í almenningsgarði í nágrenninu! EÐA sett tónlist á fóninn og gert teygjuæfingar eða dansað. Notið líkamann, tæmið hugann og fyllið ykkur af orku! Það sem þarf: Pláss utandyra, inni í skólastofunni, á ganginum eða í íþróttasalnum. Tími: 10–30 mínútur. HREYFIÐ YKKUR! 05 samvinna Aðferð 1) Finnið kyrrlátan stað þar sem þið verðið ekki fyrir truflun og náið í skriffærin ykkar. 2) Stillið tímaramma í 5, 10 eða að hámarki 20 mínútur með tímavaka eða síma sem gefur merki þegar tíminn er liðinn. 3) Skrifið allan tímann, sama hvað þið gerið! Ekki lesa yfir textann eða staldra við. Ekki hafa áhyggjur af málfræði, stafsetningu eða hversu snyrtilega þið skrifið. Ef þið festist eða getið ekki skrifað eitthvað þýðingarmikið gætuð þið t.d. skrifað eitthvað bull eða orðatiltæki eða hvers vegna það er erfitt að skrifa. 4) Þegar tíminn er liðinn skulið þið lesa textann og merkja við mikilvægustu eða áhugaverðustu punktana. 5) Ef þið viljið getið þið síðan skrifað stutt flæði um hvert af þeim áhugaverðu orðum eða setningum sem þið merktuð við og þannig farið dýpra í hugsanir ykkar og hug- myndir. Að skrifa í flæði er frábær aðferð á öllum stigum ferlisins. Það gefur heilanum hvíld þar sem þið hellið hugsunum ykkar niður á blað í stuttan tíma án þess að dæma eða meta innihaldið. Hægt er að nota flæðiskrif til að koma orðum að vandamálum eða átökum sem þið lendið í á meðan á ferli stendur eða setja fram spurningar um verk- efnið. Það er líka gagnlegt til að hugleiða, fá hugmyndir að áskorun eða finna nýjar aðferðir við að leysa áskorun ef þið eruð strönduð í ferlinu. Það sem þarf: Tímavaki eða sími, blað og penni eða tölva. Tími: 5–20 mínútur. FLÆÐISKRIF 06 samvinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=