Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Allir meðlimir teymisins þurfa að ákveða hvað þau vilja fá út úr verkefninu sem um ræðir, um hvað þau vilja fræðast betur eða hverju þau vilja fá áorkað í verkefninu eða hópnum: Vilja þau læra eitthvað sérstakt? Er mikilvægt að stuðla að betra andrúmslofti innan hópsins? Er sérstakt markmið til staðar? 2) Leiðbeinandi (getur verið kennari eða nemandi) stýrir teymisfundi þar sem hugsunum er deilt og skrifað á töfluna eða á stórt blað. Verið viss um að spyrja spurninga eins og: „Hverju vilt þú ná fram með verkefninu?” eða „Af hverju viltu ná því?”. Ræðið um markmiðin og óskirnar svo að þið séuð viss um að þið skiljið hvort annað. 3) Ræðið þann mun sem gæti hafa komið fram hvað varðar væntingar, markmið og langanir. Hvernig getum við unnið úr ágreiningum á uppbyggilegan hátt? 4) Skrifið niður mikilvægustu væntingarnar og markmiðin og setjið þau á stað þar sem allir sjá þau. 5) Meðan á verkefninu stendur eða allt skólaárið getið þið skoðað listann aftur og rætt hvort þið séuð að ná þessum væntingum, markmiðum eða óskum. Fólk hefur ólíkan metnað, væntingar og markmið. Að deila væntingum sínum með öllum sem taka þátt í verkefninu gerir samvinnu auðveldari. Það minnkar misskilning og skapar sameiginleg markmið. Það sem þarf: Veggur, stórt blað og penni eða gagnvirk tafla. Tími: 30–45 mínútur. VÆNTINGAR 03 samvinna Aðferð 1) Ef verkefnið hefur strandað eða spenna hefur skapast í hópastarfinu skuluð þið taka ykkur pásu og skoða hvað þið eruð að gera núna og hvernig þið eruð að gera það. Skrifið það niður á blað sem allir sjá: Vinnið þið alltaf við sama borð? Eruð þið alltaf inni í skólastofunni? Eruð þið sífellt að hugsa, ræða málin og tala? Eruð þið oftast að safna þekkingu og greina gögnin? Vinnið þið margar klukkustundir í senn? Vinnið þið mjög hægt? 2) Skrifið svo niður hið gagnstæða: Einstaklingsvinna og á ólíkum stöðum. Að fara út úr húsi, að tala saman eða fara eitthvert annað. Að teikna, byggja eða fara út til að framkvæma athuganir og vera gáskafull og uppátækjasöm. Að vinna hratt eða í styttri vinnuskorpum þar sem þið takið tímann, o.s.frv. 3) Ræðið hvaða vinnubrögð þið hafið vanrækt og hver væri gagnlegt eða skemmti- legt að prófa. Prófið þau! Það getur verið að þið þurfið að koma ykkur saman um áætlun um hversu lengi þið viljið prófa önnur vinnubrögð, hvenær þið skiptið á milli t.d. að skrifa, teikna eða gera líkön og hvernig þið veljið mismunandi vinnustaði eða tímaramma. Aðferðin „gerum hið gagnstæða” hjálpar okkur að vera meðvituð um mismunandi hugarástand sem hægt er að vera í og athafnir sem hægt er að gera í skapandi ferli. Markmið þessarar aðferðar er að brjóta upp venjur og hvetja nemendur/teymi til að prófa gagnstæðar aðferðir þegar verkefni strandar eða teymi þarf aukna orku og ný sjónarhorn. Það sem þarf: Blað og pennar. Tími: 15–45 mínútur. GERUM HIÐ GAGNSTÆÐA 04 samvinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=