Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Byrjið á að setja upp söguborð sem sýnir aðstæður, lausnina eða afurð verkefnisins eða rannsóknarinnar. 2) Veltið fyrir ykkur eftirfarandi spurningum: Hvernig munuð þið sýna og útskýra mikilvæg smáatriði eða þekkingu? Viljið þið taka myndskeið með raunverulegu fólki? Viljið þið skeyta saman ljósmyndum til að búa til hreyfimynd með teiknuðum hlutum (e. stop motion)? Þurfið þið að búa til einhverja leikmuni eða hluti? Þurfið þið að taka myndskeið á tilteknum stað? 3) Þið getið auðveldlega notað mjög einföld verkfæri eins og t.d. myndavél í snjall- síma, leikmuni úr pappír og pappa. 4) Notið tölvuna eða snjallsímaforrit til að klippa saman myndskeiðin, þar á meðal framsetningar á hlutum eða kyrrmyndatækni (e. stop motion) til að miðla hugmyndum ykkar, þekkingu eða lausnum. Myndbandsfrumgerðir eru aðferð til að prófa og miðla því hvernig eitthvað mun virka og hvernig hugsanlegur notandi mun upplifa virknina. Þær geta einnig verið notaðar til að sýna eða útskýra niðurstöðu verkefnavinnu eða þverfaglegrar áskorunar. Það sem þarf: Tökuvél, snjallsími, leikmunir úr pappa, pappír, pennar, hugbúnaður til klippingar og vinnslu myndskeiða. Tími: Hálfur dagur eða allt að því heill dagur. FRUMGERÐ Á MYNDBANDSFORMI 41 sköpun Aðferð 1) Byrjið á að ræða eftirfarandi: Hvað viljið þið læra og þróa með því að fara í hlutverkaleik? Hvers konar aðstæður eða senu væri áhugavert að setja fram í leik? Hvað vantar ykkur til að geta gert það og komist í rétt hugarástand? Vantar ykkur leikmuni og búninga? Viljið þið gera söguborð til að leika eftir eða verður þetta spunaleikur þar sem ólíkar persónur eru skýrt skilgreindar en þið munuð setja saman samtölin og atburðarásina jafnóðum? 2) Þar sem hlutverkaleikur og leiklist er nokkuð sem mörgum þykir fremur erfitt að taka þátt í er mikilvægt að hafa gaman að þessu en taka það samt nógu alvarlega til að leika vel og gefa sig öll í æfinguna! 3) Fylgið söguborðinu eða persónunum, sem þið völduð, eins vel og hægt er, og sýnið hvert öðru virðingu. Fáið alla til að slaka á og reynið að leika samkvæmt hugmyndum og tilraunum allra, ef um spuna er að ræða. 4) Skiptist á að leika mismunandi senur, aðstæður og hlutverk. 5) Staldrið við og leggið mat á það sem gerðist þegar þið lékuð mismunandi senur, aðstæður og hlutverk. Hvaða áhugaverðu tækifæri og aðstæður komu upp úr hlutverkaleiknum? Tókuð þið eftir einhverju nýju sem ykkur hafði ekki dottið í hug áður? Útskýrið! Hlutverkaleikur er góð leið til að upplifa hvernig það er að vera t.d. hestur, prins eða galdramaður. Þessi aðferð nýtir hlutverkaleik til að reyna að upplifa eitthvað og þróa hugmyndir og lausnir fyrir áskorun eða verkefni. Það sem þarf: Pappír, pennar, búningar, sögusvið og leikmunir. Tími: Allt frá einni klukkustund að einum degi. HLUTVERKALEIKUR 42 sköpun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=