Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Veljið þrjár persónur, annaðhvort raunverulegar eða skáldaðar, sem veita ykkur innblástur. Safnið saman myndum af þeim og lýsið eiginleikum þeirra. 2) Mótið hugmyndir útfrá því hvernig persónurnar líta út, bregðast við, hvaða hæfi- leikum þær búa yfir eða komið með spurningar sem þær gætu hugsanlega spurt. Hafið þetta eins ítarlegt og sjónrænt og mögulegt er og reynið að halda tryggð við persónuna jafnvel þótt það geti hljómað klikkað eða kjánalegt. Því brjálæðislegra því betra! 3) Skoðið hugmyndirnar sem hafa verið þróaðar og safnið nýjum uppgötvunum, hugmyndum og sjónarhornum. Þessi aðferð getur leitt í ljós alveg nýjar hugmyndir í kennslu, námi og lausnaleit. Skáldaðar persónur eða raunverulegt fólk getur veitt ykkur innblástur og örvað getu ykkar til að búa til hugmyndir og vera skapandi. Það sem þarf: Myndir af persónum sem veita innblástur, pennar og blöð, gagnvirk tafla eða sameiginleg tafla á netinu. Tími: Frá 45 mínútum allt að hálfum degi. HVETJANDI KARAKTERAR 37 sköpun Aðferð 1) Farið í Skjáborðsrannsóknir (aðferð nr. 20) til að finna áhugavert fólk sem þið getið notað beint eða óbeint sem innblástur við þróun sögupersónu. 2) Ef þið eruð að þróa ykkar eigin sögupersónu skuluð þið byrja á því að skrifa stutta sögu um hana og setja saman mynd af henni með klippimyndum, teikningum eða myndvinnsluforriti. 3) Þið þurfið að hafa mynd af listagyðjunni ykkar innan handar, á skrifborðinu eða á veggnum. Þetta þarf að vera listagyðja sem getur virkað sem drifkraftur, er hvetjandi, vekur áhuga ykkar og passar við þemað, áskorunina eða verkefnið sem þið eruð að fást við. 4) Notið listagyðjuna þegar þið eruð að fást við vinnuna ykkar, ræða hana eða leggja mat á hana: Hvað myndi listagyðjan segja eða hvað myndi henni finnast um áskorunina ykkar, upplýsingaöflun og hugmyndir? Stundum er ekki nóg að hafa sérstakt markmið eða markhóp í huga þegar maður vill vera nýstárlegur. Þessi aðferð gengur út á að nota skáldaða eða raunverulega persónu sem sköpunarhvata eða innblástur fyrir verkefni. Listagyðjan veitir sjónræna, fagurfræðilega og leiðandi nálgun til að halda einbeitingu: Rauður þráður sem liggur í gegnum verkefnið og gefur tilfinningu fyrir því hvert þú vilt stefna með útkomuna. Það sem þarf: Tímarit eða myndir til að búa til klippimyndir, pappír, lím og blýantar eða tölva og myndvinnsluforrit. Tími: 30–45 mínútur. LISTAGYÐJAN 38 sköpun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=