Út fyrir boxið - hönnunarhugsun og 21. aldar færni (spjöld)

Aðferð 1) Byrjið á því að hugleiða: Hvers konar innblástur þurfið þið? Eruð þið að leita að sérstökum eiginleikum, lausnum, fallegum smáatriðum, litum eða gömlum myndum? 2) Farið út og safnið hlutum og/eða takið myndir sem þið raðið skipulega í tölvunni eða prentið út og setjið saman í stóra klippimynd. Einnig getið þið safnað raun- verulegum hlutum og flokkað þá eða gert sýningu úr þeim. 3) Leggið mat á það sem þið hafið safnað, greinið það og reynið að umbreyta innblástursefninu í nýjar hugmyndir. Hægt er að forðast eftiröpun með því að umbreyta efninu eða bæta lausnirnar! Ef þið eruð t.d. að leita að fagurfræðilegum innblæstri gætuð þið t.d. umbreytt haustlaufum í tvívíð mynstur eða búið til klippimynd úr tískublöðum. Dragið fram mikilvægustu eiginleika innblástursviðfangsins og notið það á nýjan, nýstárlegan eða fallegan hátt í ykkar eigin verkefni. Enginn er eyland – við erum öll forvitin um og heilluð og innblásin af því sem aðrir hafa gert áður eða af því sem við finnum í náttúrunni eða í heimi hins manngerða. Innblástur getur komið frá athugunum: Hvernig verndar eggjaskurn eggjarauðuna? Hvernig hefur annað fólk leyst vandamál? Þú getur líka fengið tilfinningalegan eða fagurfræðilegan innblástur með því að skoða gömul veggspjöld eða haustlauf. Forðist eftiröpun, ekki stela lausnum annarra, umbreytið frekar innblæstri í nýjar hugmyndir! Það sem þarf: Myndavél, snjallsími eða glósubók eða blöð og pennar. Tími: 45 mínútur–1,5 klst. INNBLÁSTUR 32 hugmyndavinna Aðferð 1) Byrjið á að safna upplýsingum um tækni- og menningarstrauma. Hvernig er samfélagið og daglegt líf að breytast? Notið Skjáborðsrannsókn (spjald nr. 20) og Flokkun (spjald nr. 25) eða einhverjar aðrar greiningaraðferðir. Skrifið nokkrar litlar „sviðsmyndir“ eða sögur um framtíðina sem sýna hvað gerist í framtíðinni ef þessir straumar og breytingar halda áfram í sömu átt. 2) Spyrjið ykkur: Hvernig gætu þessar breytingar og straumar haft áhrif á þemað, áskorunina eða viðfangsefnið sem við höfum áhuga á og erum að fást við? Hvernig gæti þetta skapað nýjar áskoranir eða tækifæri? 3) Athugið að hugmyndir og þekkingu þarf að skrásetja. Þið getið líka skrifað eða teiknað upp stuttar „framtíðarsögur“, þar sem áskorunin eða þemað sem þið hafið áhuga á er lýst í tengslum við tækni- og samfélagsbreytingar. Þessi aðferð beinist að því að búa til örfáar sögur um það hvernig við höldum að framtíðin verði. Við getum notað þær til að skilja, undirbúa, þróa eða fást við áskorun eða þema sem verið er að rannsaka eða sem er kennt í skólanum Það sem þarf: Pappír, lím, blýantar eða hugbúnaður til að breyta myndum og setja þær fram, stór blöð, post-it miðar, eða sameiginleg tafla á netinu. Tími: 45 mínútur. FRAMTÍÐIR 33 hugmyndavinna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=