Aðferð 1) Safnið hópnum saman við upphaf kennslustundar eða verkefnis og skapið opið, afslappað andrúmsloft með því að hvetja alla til að tjá hugsanir og hugmyndir. Raðið ykkur í hring á gólfinu. Passið upp á að til staðar sé sameiginleg tússtafla, krítartafla eða skjár sem hægt er að skrifa á fyrir allra augum. 2) Spyrjið spurninga eins og: Hvað finnst ykkur um þessa áskorun? Hvað búist þið við að læra? Hvernig viljið þið nýta lærdóminn? Í hverju finnst ykkur áhugaverðasta áskorunin felast? Hvers konar verkefni eða lausn teljið þið að við þurfum að þróa? Í hverju finnst ykkur mikilvægasta lærdómstækifærið felast? 3) Skipið fundarstjóra, mögulega meðal nemenda, sem tekur glósur og gerir teikningar af tillögunum og „hugboðunum“. Hvetjið alla til að tjá það sem þeim liggur á hjarta. 4) Lesið glósur og tillögur upphátt í lok fundarins og athugið hvort eitthvað virkilega áhugavert hafi komið fram. Reynið að breyta því í tilgátu sem þið getið síðan rannsakað. Ef það er ekki hægt skulið þið geyma hugmyndirnar þar til síðar. Oft þegar við byrjum á nýju verkefni eða námsgrein getum við haft fyrirfram ákveðnar ályktanir sem getur afhjúpað tilfinningar eða viðhorf. Þessa aðferð er hægt að nota sem fyrsta hugarflug í byrjun verkefnis þar sem allir geta komið á framfæri því sem „hugboð“ eða „innsæi“ þeirra segir þeim. Gleymum því ekki að jafnvel vísindamenn hefja vinnu sína á því að móta tilgátu út frá ályktun! Það sem þarf: Tafla, pappaspjald, gagnvirk eða sameiginleg tafla á netinu. Tími: 45 mínútur. HVAÐ EF? 31 hugmyndavinna THE BIG HUNCH … Leiðbeinandi spurningar til að meta greiningarvinnuna: • Hvernig greinduð þið upplýsingarnar? • Hverjar eru niðurstöður greiningarinnar? • Hvaða þekking mun nýtast ykkur í áframhaldinu? • Hver verður áherslan í verkefninu? • Munuð þið þurfa frekari rannsóknir og greiningu? • Hvers vegna þurfið þið að framkvæma fleiri rannsóknir? Varðandi hvaða umfjöllunarefni? • Hafið þið lært meira um efnið eða önnur mál með því að greina upplýsingarnar? Í verkfærakistunni eru sex aðferðir til að greina, sjá og skilja upplýsingarnar og innblásturinn sem búið er að safna saman. Þetta spjald er hægt að nota til að meta greiningarvinnuna og ígrunda aðferðirnar sem hefur verið beitt og þann lærdóm sem hefur átt sér stað. Það sem þarf: Næði til ígrundunar og umræðna, tafla eða blöð og pennar. Tími: Ca. 20–40 mínútur. ÍGRUNDUN Mitt insæi segir ... greiningar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=