Aðferð 1) Byrjið á að safna upplýsingum um hina ólíku markhópa sem tengjast áskorun ykkar með því að beita Mannfræðingnum (spjald nr. 21) eða með því að nota Skjáborðsrannsókn (spjald nr. 20). Þið verðið að safna gögnum um nokkra einstaklinga innan hvers hluta eða markhóps til að upplýsingarnar séu marktækar. 2) Safnið upplýsingum í klasa um hvern hóp á stóru blaði eða í tölvu með glósum, myndum og teikningum. 3) Beitið hugarflugi varðandi hvern markhóp fyrir sig og reynið að lýsa daglegu lífi þeirra, áhugamálum, gildum, draumum, smekk og óskum. 4) Búið til persónu, þ.e. skáldaða manneskju, fyrir hvern markhóp. Persónan ætti að innihalda almenn einkenni og eins mörg smáatriði og mögulegt er: nafn, aldur, útlit, lifnaðarhætti, atvinnu, o.s.frv.. 5) Setjið þessar persónur á stað þar sem allir í hópnum geta alltaf séð. Þetta getur veitt ykkur innblástur og hjálpað ykkur að þróa lausnir eða veitt svör á áþreifanlegri hátt en tölfræði og staðhæfingar úr könnunum. Þessi aðferð breytir rannsóknum og upplýsingum í skáldaðar persónur sem gefa áþreifanlegri mynd af því hvernig fólk gæti tengst efni ykkar, verkefni eða notað lausnina sem þið eruð að búa til. Það sem þarf: Myndavél, glósubækur eða blað og penni, pappír, lím og blýantar eða hugbúnaður til að breyta myndum og setja þær fram. Tími: Frá 1,5 klst. allt að heilum degi. SÖGUPERSÓNUR 29 greiningar Aðferð 1) Þessi aðferð er oft gagnleg eftir að hafa gert Flokkun (spjald nr. 25). Á meðan Flokkun leitar að mynstrum í rannsóknargögnum, gerir þessi aðferð ykkur kleift að tengja rannsóknargögnin við ákveðin viðmið sem þið ákveðið að eigi vel við áskorunina ykkar. 2) Ræðið og komið ykkur saman um tvær, þrjár eða fjórar breytur sem þið viljið nota til að kortleggja gögnin eða upplýsingarnar. T.d. þrjá ólíka hópa fólks með skoðanir sem eru ólíkar en skarast engu að síður, bjart á móti dimmu, táningar á móti fullorðnum, lítið á móti stóru, gamalt á móti nýju. Möguleikarnir eru endalausir; breyturnar geta verið meira og minna áþreifanlegar eða óhlutbundnar. 3) Takið saman post-it miðana, myndirnar eða glósurnar og setjið eitt af öðru inn í greiningarmyndina á meðan þið ræðið saman um hvort verið sé að setja þær inn á rétta staði. 4) Staldrið við og ræðið hvort búið sé að setja hvert atriði inn á réttan stað, færið þau ef með þarf og leitið að mynstrum og tengingum eða mismunum. 5) Eru einhver auð rými, tilhneygingar eða mynstur sem þið sjáið? Hver eru þau? Hvers vegna? Þetta er góð aðferð til þess er að greina upplýsingar með því að flokka þær á sjónrænan hátt og setja upp í greiningarmyndir eða töflur, t.d. í þremur hringjum sem skarast eða í fjögurra reita stafla. Það sem þarf: Tafla, pappaspjald, post-it miða, gagnvirk eða sameiginleg tafla á netinu þar sem hægt er að hala upp myndum og glósum og færa til. Tími: 45 mínútur. GREININGARMYND 30 greiningar name age how they live what they do name age how they live what they do name age how they live what they do nafn aldur býr með dagleg rútína nafn aldur býr með dagleg rútína nafn aldur býr með dagleg rútína SMALL BIG OLD NEW LÍTIÐ STÓRT GAMALT NÝTT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=