TEYMISREGLUR Aðferð 1) Fáið meðlimi teymisins eða allan bekkinn til að koma með tillögur að reglum sem þeim finnst mikilvægar til að stuðla að því að teymisvinnan beri árangur eða til að skólastofan verði betri staður. Sjáið til þess að allir fái tækifæri til að láta í sér heyra. 2) Skrifið allar tillögur á töfluna, ein tillaga á hvern post-it miða. 3) Haldið fund með teyminu eða nemendunum þar sem þeir greiða atkvæði um mikilvægustu reglurnar. Passið að ræða um hverja reglu svo að allir geti komið sér saman um hverjar þeirra séu mikilvægastar. 4) Skrifið niður 5–8 mikilvægustu reglurnar og geymið þær eða setjið þær á stað þar sem allir sjá þær. 5) Munið að fara reglulega aftur yfir reglurnar og ræða þær í hópnum til að komast að því hvort farið sé eftir þeim. Sé raunin ekki s skal ræða hvers vegna. Nauðsynlegt gæti verið að endurskoða þær eða breyta í ferlinu og á meðan á teymisvinnunni stendur eða á skólaárinu. 01 samvinna Teymisreglur er aðferð til að ákveða í sameiningu hvernig teymið ætlar að vinna og hegða sér í verkefnavinnunni. Mikilvægt er að teymið setji upp skýrar reglur, vinni á viðeigandi hátt og forðist árangurslausar umræður og árekstra. Það sem þarf: Veggur, tafla, pappaspjald, penna, post-it miða eða gagnvirk tafla. Tími: 30–45 mínútur og regluleg endurskoðun í 5–15 mínútur í senn í gegnum ferlið. Aðferð 1) Teymismeðlimir byrja á því að taka viðtöl hvort við annað um þekkingu þeirra, færni og reynslu. Hvert atriði er skrifað niður á post-it miða í sérstökum lit eða með penna í sérstökum lit fyrir hvern þátttakanda. 2) Teiknið skýringarmynd með þremur hringjum af þremur stærðum sem eru hreiðraðir inn í hvorn annan (sjá mynd). Þekking, færni og reynsla sem allir deila, eiga heima í innsta hringnum. Þekking, færni og reynsla sem sumir eiga sameigin- lega tilheyra öðrum hring. Einstök færni og reynsla tilheyra ysta og stærsta hringnum. 3) Setjið post-it miðana í viðeigandi hringi, á meðan þið ræðið þá sérþekkingu, færni eða reynslu sem hefur komið fram í hópnum. Hver er hún? Ræðið hvernig þessi færni nýtist í verkefninu eða hvort eitthvað vantar. Ef einhver þekking eða einhver færni er ekki til staðar hvernig getum við bætt það upp? Allir geta gert eitthvað, en enginn getur gert allt. Allir meðlimir teymisins hafa ólíka reynslu og færni. Að kortleggja þekkingu og sérkunnáttu miðar að því að uppgötva þessa eiginleika og kortleggja þá fyrir alla til að sjá. Þannig er hægt að nýta eiginleika hvers og eins betur í kennslustundum og í yfirstandandi verkefni. Aðferðin er líka góð leið fyrir teymið til að kynnast betur. Það sem þarf: Veggur, stórt blað, post-it miðar og pennar í ólíkum litum. Tími: 30–45 mínútur. KORTLAGNING Á ÞEKKINGU 02 samvinna ALLIR SUMIR EINSTAKIR
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=