Aðferð 1) Þið getið notað Gátlistann (spjald nr. 9) til að ákveða hvað þarf að gera fyrst. 2) Skrifið niður þær aðferðir, athafnir og verkfæri sem þið þurfið að nota. Skipu- leggið hversu miklum tíma þið munið eyða og hvenær þið ætlið að gera hvað. Skrifið planið á post-it miða, gerið lista eða teiknið það upp. 3) Setjið alla þættina á tímalínu eða teiknið skýringarmynd sem hentar tilganginum: t.d. eldflaug, laukur eða landslagsmynd. Merkið við mismunandi stig og tímamörk í ferlinu, þá sem bera ábyrgð og hvaða aðferðir verða notaðar. 4) Hafið vegvísinn þar sem allir geta séð hann og skoðið hann aftur þegar teymið þarf að endurmeta vinnuna og leggja mat á það hvernig hún gengur. Þegar unnið er með öðrum er mikilvægt að komast að gagnkvæmum skilningi á því hvað er verið að gera og hvert er verið að stefna. Vegvísir (e. roadmap) er góð aðferð til að hjálpa ykkur að búa til sjónræna, sameiginlega mynd af leiðinni sem þið viljið fara, hvaða aðferðir þið munið nota, hvenær þið ætlið að grípa til aðgerða og hversu lengi. Það sem þarf: Veggur, tafla, pappaspjald, post-it miðar og penni eða gagnvirk tafla. Tími: 45 mínútur. Munið að fara aftur yfir og uppfæra á meðan á verkefninu stendur. VEGVÍSIR 13 samskipti Aðferð 1) Veljið hvers konar hugbúnað, blogg-forrit eða bókarstærð þið viljið nota og hvernig þið viljið nota það í verkefninu. 2) Passið að glósa, skrá og safna efni á hverjum degi eða eins oft og mögulegt er og hafið alltaf aðgengilegt (bók og penni henta stundum best). 3) Skrifið hjá ykkur hugsanir ykkar, spurningar sem beint er að ykkur og hugmyndir sem þið fáið. Þetta þarf ekki að líta fallega út. Búið til glósukerfi, til dæmis skrifaðar glósur á annarri síðunni og teikningar á hinni, dagsetningar efst, o.s.frv. 4) Notið dagbókina þegar þið undirbúið kynningar og þegar þið ræðið vinnuna í teyminu eða í bekknum. Dagbók getur annað hvort verið glósubók með tómum síðum eða stafræn skrá. Það sem skiptir máli er að þetta þarf að vera aðgengilegt og geta innihaldið teikningar, myndir, glósur eða texta. Flest erum við með frekar stutt stundarminni. Að halda dagbók, þar sem áhugaverðar hugmyndir eru skrifaðar niður eða teiknaðar er því frábært hjálpartæki fyrir minnið og auðveldar ykkur að fylgja ferlinu eftir. Það sem þarf: Bók með auðum síðum, blogg-forrit á netinu eða hugbúnaður sem býður upp á möguleika á að teikna og safna mismunandi tegundum af skjölum, myndum og skissum og veitir auðveldan aðgang að þeim. . Tími: Sá tími sem verkefnið eða námskeiðið tekur. DAGBÓK 14 samskipti start finish ljúka hér byrja hér
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=