Út fyrir boxið - handbók

Handbók og verkfærakista Kennsluefnið samanstendur af: 1) Kennarahandbók sem inniheldur upplýsingar um hönnunarhugsun, sýnir möguleikana sem hún býður upp á í skólastarfi og ýmsar æfingar til að kynnast aðferðinni betur. Hægt er að nota hönnunarhugsun á mismunandi vettvangi í skólastarfi: kennarar og stjórnendur geta notað þessi fræði til að takast á við áskoranir innan skólans en einnig er þetta góð kennsluaðferð sem stuðlar að skapandi og virkum lærdómi nemenda. Mælt er með því að hver sá sem kannast ekki við hugtakið hönnunarhugsun eða þekkir ekki FUTE aðferðina kynni sér handbókina vel áður en hafist er handa við að nota spjöldin í kennslu. 2) FUTE aðferðaspjöldum sem eru 42 handhæg spjöld á A5 formi. Á hverju spjaldi eru upp- lýsingar um eina aðferð skapandi hugsunar og skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig er hægt að nota hana. FUTE spjöldin er hægt að nota þegar verið er að skipuleggja verkefni og kennsluhætti. Hægt er að nota þau bæði í einstökum námsgreinum og í tengslum við raunveruleg þver- fagleg verkefni. Við leggjum til að lesa fyrst handbókina og dæmin um það hvernig spjöldin eru notuð. Skoðið svo öll spjöldin svo þið hafið yfirsýn yfir allar aðferðirnar og séuð betur í stakk búin til að velja á milli þeirra. Efnið er leiðbeinandi og lögð er áhersla á að hægt er að sníða ferlið að aðstæðum hverju sinni. Handbókina og spjöldin er hægt að skoða og hala niður á https://nymennt.hi.is/honnunarhugsun og https://mms.is/namsefni Kennarahandbók FUTE aðferðaspjöldin KENNSLUEFNI 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=