Út fyrir boxið - handbók

21. aldar færni og FUTE Hugtakið 21. aldar færni hefur undanfarið verið notað víða á alþjóðavettvangi af leiðtogum fyrirtækja, ríkisstofnana, háskóla og ekki síst af kennurum. Færni, eins og upplýsingalæsi og tækni- hæfni, gagnrýnin hugsun og lausnaleit, samvinnufærni, samskiptahæfni, samkennd, sköpunarhæfni og frumkvæði, er í auknum mæli talin mikilvægari en hefðbundin fræðileg færni sem oft á tíðum byggist á bóknámi. Rannsóknir sem tengjast 21. aldar færni eru margar og hafa fært fram sannfærandi rök sem erfitt er að hunsa. Þær benda til þess með skýrum hætti að nauðsynlegt sé að auka áherslur á þverfræðilega færni nemenda. Kennarar eru best í stakk búnir til að skilja og hanna lausnir fyrir fjölbreyttar og síbreytilegar þarfir nemenda sinna vegna þess að þeir skilja nemendur og skólann betur en flestir aðrir. Þess vegna gæti verið gott tækifæri fyrir kennara að nota hönnunarhugsun til að skapa lausnir við þeim áskorunum sem þeir og skólinn standa frammi fyrir daglega. FUTE og hönnunarhugsun hafa verið mjög gagnlegar nálganir fyrir kennara sem vilja skapa námsumhverfið og breytingarnar sem kallað er eftir. KENNSLUEFNI 8 Færni fyrir framtíðina - Menntastefna til 2030 Kafli 3 - Sköpun og gagnrýning hugsun: “Allir geti beitt rökvísi, ígrundun og hafi hugrekki til að skapa. Lögð skal áhersla á sköpun í öllu skólastarfi til að stuðla að persónulegum þroska, frumkvæði og nýsköpun. Unnið skal með samspil gagnrýninnar hugsunar og sköpunar til þess að þroska sjálfstætt gildismat nemenda, styrkja hæfni til að setja ólíkar niðurstöður í samhengi og efla þroska til samfélagslegar umræðu. Forsenda þess að virkja og viðhalda sköpunarkrafti og -kjarki nemenda er að þeim sé búið námsumhverfi þar sem hvatt er til frumkvæðis, sjálfstæðis og skapandi hugsunar á öllum sviðum.” Menntastefna til 2030, Mennta- og barnamálaráðuneyti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=