Út fyrir boxið - handbók

Hvað er FUTE? FUTE stendur fyrir Future of European Teaching og er afrakstur 3 ára Erasmus+ samstarfs- verkefnis á milli kennaraháskóla og grunn- og framhaldsskóla í Frakklandi, Belgíu, Bretlandi, Danmörku og Finnlandi. Aðal samstarfsaðili FUTE verkefnisins er Designskolen í Kolding, Danmörku. Kenningin að baki FUTE er að kennsla geti farið fram í meiri samvinnu, orðið áhugaverðari og nemendur virkari ef lausnir á raunverulegum vandamálum eru teknar inn í kennsluna og nemendur fá að taka þátt í skipulagningu námsins. Markmið verkefnisins er að færa hönnunarhugsun og samvinnuaðferðir inn í skólastofuna. Þetta er nútímaleg nálgun á námi þar sem nýsköpun og lausnamiðuð hugsun er sett í öndvegi. Afrakstur verkefnisins er FUTE verkfærakistan, sem er safn spjalda með hagnýtum aðferðum skapandi hugsunar og kennsluleiðbeiningar sem kynna nemendur og kennara fyrir aðferðafræði hönnunarhugsunar. Spjöldin innihalda 42 aðferðir sem hægt er að beita í verkefnabundnu og lausnamiðuðu námi til að auðvelda t.d. samvinnu, upplýsingaöflun, hugmyndavinnu og sköpun lausna. Kennsla og nám er að sjálfsögðu enn bundið við tilteknar námsgreinar eða umfjöllunar- efni en FUTE aðferðirnar geta gert kennurum kleift að nálgast þau á fjölbreyttari hátt. Hönnunarhugsun er frekar ný af nálinni í skólastarfi en kostir hennar eru þó vel þekktir. Hún eykur virkni, samvinnu og sköpunarkraft í kennslu. Hún hentar hvaða hópi sem er á á öllum skólastigum og FUTE aðferðirnar eru frábær leið til þess að koma skapandi hugsun inn í skólastarfið þar sem þær eru þróaðar í samvinnu við kennara og fagfólk í hönnunarhugsun. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu þess www.fute-project.eu FUTE efnið og verkfærakistan í þessari handbók er þýtt og staðfært með þeirra leyfi. KENNSLUEFNI 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=