Út fyrir boxið - handbók

1. KAFLI KENNSLUEFNIÐ Þetta kennsluefni er hannað til að aðstoða kennara og nemendur við notkun skapandi hugsunar í skólaskipulagi og kennslu. Efnið er byggt á hönnunarhugsun (e. design thinking) sem er ein vinsælasta aðferðafræði skapandi hugsunar og FUTE sem er kennslufræðileg aðferð og verkfærakista sérsniðin að kennurum og börnum í grunn- og framhaldsskólum sem hafa enga fyrri reynslu af notkun hönnunaraðferða. „Hönnunarhugsun getur verið góð kennsluaðferð til að gefa nemendum rödd og fá þá til að taka gagnrýna afstöðu og útgangspunkturinn er frá Donald Schön og John Dewey í áherslum þeirra á „inquiry“ og „inquiry based learning“. Það þýðir að vera ígrundaður, rannsakandi og gagnrýninn á það sem þú ert að gera. Það er einmitt þessi vídd sem hönnunarhugsun getur fært í skóla- starfið. Hönnunarhugsun er að geta hugsað í gegnum aðgerðir og tekið réttar ákvarðanir sem skapa réttu lausnina, fyrir rétta fólkið, á réttum tíma, á réttum stað, á réttan hátt, af réttum ástæðum.” Rikke Toft Nørgård (Asterisk september 2020), lektor på DPU, Aarhus Universitet. Hún rannsakar framtíð menntunar og tekur þátt í fjölda verkefna sem skoða tengsl milli menntunar, heimspeki, hönnunar og tækni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=