Út fyrir boxið - handbók

Kennarahandbókin Út fyrir boxið inniheldur upplýsingar um hönnunarhugsun, sýnir möguleikana sem hún býður upp á í skólastarfi og ýmsar æfingar til að kynnast aðferðinni betur. Hægt er að nota hönnunarhugsun á mismunandi vettvangi í skólastarfi: kennarar og stjórnendur geta notað þessi fræði til að takast á við áskoranir innan skólans en einnig er þetta góð kennsluaðferð sem stuðlar að skapandi og virkum lærdómi nemenda. Handbók þessi er stuðningsefni fyrir FUTE spjöldin sem eru handhæg spjöld með skref-fyrir-skref leiðbeiningum um notkun aðferða skapandi hugsunar í skólastarfi. Spjöldin er hægt að nota þegar verið er að skipuleggja verkefni og kennsluhætti bæði í einstökum námsgreinum og í tengslum við raunveruleg þverfagleg verkefni. 40744

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=