Inngangur Markmiðið með þessari handbók er að styðja við skapandi aðferðir í skólastarfi og byggja upp skapandi menningu, ekki aðeins í hugarfari heldur einnig í hegðun. Ef við venjum okkur á að iðka skapandi hugsun getur það leitt til nýrra og ferskra hugmynda og nýstárlegra lausna við ýmiss konar vandamálum og áskorunum. Það er í gegnum iðkun skapandi hugsunar sem við getum gert tilraunir, leikið okkur og þróað hugarfar sem leiðir til trúar á eigin getu til að knýja fram breytingar í umhverfinu. Þar að auki sýna rannsóknir fram á að skapandi hugsun geti aukið jákvæðni, dregið úr þunglyndi og kvíða og minnkað streitu. Þess vegna ætti skapandi hugsun að vera ómissandi hluti af daglegu skólastarfi. Nýjar áskoranir nútímans kalla á nýjar aðferðir og í þessari handbók verður farið vel í ákveðna nálgun sem breytir áskorunum í tækifæri. Þessi nálgun er kölluð hönnunarhugsun og er ein áhrifaríkasta aðferðafræði skapandi hugsunar og fær okkur til „að hugsa út fyrir boxið.” Ég vona að þessi handbók og verkfærakista muni auka skilning og áhuga á því að nota hönnunarhugsun til að auka vægi sköpunarkraftsins í námi og lífi sem flestra og virkja nemendur til góðra verka. Kær kveðja, Guðrún Gyða Franklín, arkitekt og kennari. 5
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=