Út fyrir boxið - handbók

Hlutverkaleikur (spjald nr. 42) Nemendur geta ímyndað sér að eitt þeirra (eða kennarinn) sé stjórnandi í Kinder-Egg framleiðsluverksmiðjunni, hægt er að leggja spurningar fyrir hann til að kynna sér stefnuna um að minnka umhverfisfótspor Söluræða (spjald nr. 17) Nemendur geta kynnt niðurstöður sínar fyrir öðrum nemendum eða kennurum í formi söluræðu. Þetta gæti leitt til umræðu eða jafnvel til þess að nemendur gætu skrifað til fyrirtækisins til að fá raunveruleg viðbrögð Rannsóknir Innrömmun Greiningar Hugmyndir Sköpun Samskipti Skjáborðsrannsókn (spjald nr. 20) Þessi aðferð hvetur nemendur til að læra um þá þætti sem hafa áhrif á vistspor og umhverfið Flokkun (spjald nr. 25) Þetta spjald hvetur nemendur til að vinna saman að því að safna saman gögnum sem þau hafa afhjúpað og sjá hvaða flokkar koma fram Sjónræn gögn (spjald nr. 26) Hér koma í ljós nýjar tengingar, stigveldi og flokkar Hugarflug (spjald nr. 36) Þetta þrep gerir nemendum kleift að finna margar hugmyndir fljótt Hvað ef? (spjald nr. 31) Bæði hugmyndaspjöldin gera ráð fyrir frjálsum hugmyndum sem byggja á innsæi eða ef til vill ábendingum HÖNNUNARÁSKORUN 3 - með nemendum Hvernig gætum við dregið úr vistspori við framleiðslu Kinder-eggja? Mannfræðingurinn (spjald nr. 21) Þessi aðferð hvetur nemendur til að skoða vandann með eigin augum. Þetta væri hægt að gera með því að rannsaka/ kryfja Kinder-egg og líta á umbúðirnar, innihaldið og hráefnin Staðreyndir og innblástur (spjald nr. 08) Hér geta nemendur rætt um það sem þau vita nú þegar um Kinder-egg og það gerir þeim kleift að komast að því hvað þau vilja fá að vita frekar um framleiðsluferlið Þegar þið eruð tilbúin til að auka flækjustigið þá er um að gera að leika sér aðeins með spjöldin og bæta við fleiri spjöldum en þá þarf líka að bæta við tíma. Tími: u.þ.b. 4 klst. Dæmi um spjöld sem hægt er að nota við þessa áskorun:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=