Þegar þið eruð tilbúin til að auka flækjustigið þá er um að gera að leika sér aðeins með spjöldin og bæta við fleiri spjöldum en þá þarf líka að bæta við tíma. Tími: u.þ.b. 4 klst. Dæmi um spjöld sem hægt er að nota við þessa áskorun: Persónulegar sögur (spjald nr. 19) Þessi aðferð gerir nemendum kleift að deila þekkingu sinni og reynslu varðandi lifnaðarhætti Rómverja Skjáborðsrannsókn (spjald nr. 20) Þessi aðferð hjálpar til við að bæta við þekkingu nemenda Sólarhringur (spjald nr. 28) Þessi aðferð gerir ykkur kleift að raða upplýsingunum frá þrepinu á undan í dæmigerðan sólarhring til að öðlast raunverulegan skilning á því hvernig Rómverjar vörðu deginum Innblástur (spjald nr. 32) Með þessari aðferð leita nemendur að innblæstri eða leiðum til að endurupplifa dag í lífi Rómverja Hlutverkaleikur (spjald nr. 42) Hér leika nemendur hlutverk Rómverja til að komast að því hvort dagurinn í lífi Rómverja sem þeir ímynduðu sér í þrepinu á undan sé nógu góður til að kynna fyrir öllum skólanum svo að hægt verði að skipuleggja þetta sem skólaviðburð Ígrundun 1. Eruð þið ánægð með niðurstöður hönnunarferlisins? 2. Hvernig gekk ferlið? Hvað mynduð þið gera öðruvísi næst? Eru einhver spjöld sem þið hefðuð viljað sleppa eða bæta við? HÖNNUNARÁSKORUN 2 - með nemendum Hvernig gætum við sem bekkur/skóli varið heilum degi eins og Rómverjar? Rannsóknir Greiningar Hugmyndir Sköpun
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=