Viðtal (spjald nr. 23) Nemendur geta tekið viðtal hver við annan eða við aðra nemendur um erfiðleika sína við að læra námsgreinina sem um ræðir. Kannski hafa þeir nú þegar prófað leiki í tengslum við þetta umfjöllunarefni? Ef þetta er fyrsta hönnunaráskorunin ykkar með nemendum er gott að byrja með fá spjöld og halda flækjustiginu í lágmarki. Veljið eitt spjald úr hverjum flokki, skrifið niður hvers vegna þetta spjald gæti hjálpað til við lausn áskoruninnar og farið eftir leiðbeiningunum á spjaldinu. Gerið nemendum grein fyrir hvar í ferlinu þau eru og hvaða spjöld eru notuð og af hverju. Tími: u.þ.b. 2 klst. Dæmi um spjöld sem hægt er að nota við þessar áskoranir: Flokkun (spjald nr. 25) Þetta þrep gerir það auðveldara að koma auga á algenga erfiðleika og leiki sem minnst var á í viðtölunum Hugarflug (spjald nr. 36) Þetta þrep gerir ykkur kleift að finna leiðir til að breyta innihaldi námsgreinarinnar í leik Frumgerðir (spjald nr. 40) Þetta þrep gerir ykkur kleift að komast að því hvaða leikir eru raunverulega skemmtilegir og ýta undir lærdóm Ígrundun 1. Voru nemendurnir djúpt sokknir í hönnunarferlinu? 2. Hvað mynduð þið gera öðruvísi ef þið væruð að fást við þessa hönnunaráskorun með öðrum hópi? 3. Eru önnur spjöld sem væri betra að nota eða bæta við? HÖNNUNARÁSKORUN 1 - með nemendum Hvernig gætum við gert skemmtilegan leik úr því að: Rannsóknir Greiningar Hugmyndir Sköpun - læra orðaforða á erlendu tungumáli? - læra um lönd og höfuðborgir? - læra margföldunartöfluna?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=