5. KAFLI KENNSLULEIÐBEININGAR Á næstu blaðsíðum eru hönnunaráskoranir, settar upp af aðilum FUTE verkefnisins. Þessar áskoranir eru góð dæmi um hvernig hönnunarferlið getur verið unnið. Endilega nýtið ykkur leiðbeiningarnar á meðan þið eruð að kynnast FUTE spjöldunum og ferlinu. En munið að sjálfsögðu er hægt að skipta út spjöldum og bæta við eins og hentar hverju og einu verkefni. 3 atriði til að hafa í huga 1. Byrjið rólega, með aðeins nokkrum FUTE aðferðaspjöldum; gangið úr skugga um að nemendur þekki aðferðirnar áður en þeir hefja vinnu við hönnunaráskoranir. 2. Byrjið á áskorunum/vandamálum sem auðvelt er að vinna með og notið flóknari viðfangsefni síðar þegar nemendur þekkja aðferðirnar og nálgunina betur. 3. Verið gagnrýnin; góð hönnunarlausn er ekki bara góð hugmynd, heldur einnig eitthvað áþreifanlegt sem hægt er að sýna, útskýra og að lokum nota.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=