Út fyrir boxið - handbók

36 Dæmisaga 2 - Að beita hönnunarhugsun í list- og verkgreinum Sem hluti af kennslu í list- og verkgreinum hafði starfsfólk á dvalarheimili nokkru boðið bekk úr nálægum skóla í heimsókn til að hjálpa til við að endurinnrétta setustofu dvalarheimilisins sem starfsfólkinu fannst óspennandi og ópersónuleg. Kennarar og nemendur byrjuðu verkefnið á að nota Staðreyndir og innblástur (spjald nr. 08) til að skipuleggja hvernig þeir gætu fundið innblástur og þekkingu um þarfir og smekk íbúanna. Þau settu svo upp ferlikort með Vegvísi (spjald nr. 13). Meðalaldur íbúanna var yfir níræðu svo að nemendurnir þurftu að undirbúa vandlega hvernig þau ættu að hefja samtöl við íbúana um ánægjulegt og þægilegt umhverfi í setustofum. Eftir vandlega umhugsun varð úr að nemendurnir notuðu Viðtal (spjald nr. 23) og tóku viðtöl þar sem þau spurðu íbúana út í eftirlætisárstíðirnar þeirra, liti, landslög og bernskuminningar. Þau notuðu líka Ljósmyndarann (spjald nr. 22) til að safna myndum af uppáhaldseigum á dvalarheimilinu. Verkefnið hélt svo áfram sem listavinnusmiðja nemenda, íbúa, fjölskyldumeðlima og starfsfólks með beitingu Margra sjónarhorna (spjald nr. 34). Í ferllinu notuðu nemendur einnig Hvernig gætum við ...? (spjald nr. 07) og Skilyrði árangurs (spjald nr. 11) til að móta grunninn að innréttingarverki sem væri í tengslum við frásagnir og líf íbúanna. Jafnframt skýrði aðferðin á spjaldi nr.11 hvaða skilyrði innréttingarverkefnið þyrfti að uppfylla. Lista- og handverkskennaranum fannst upprunalegu hönnunarhugmyndir nemendanna ekki nógu ítarlegar og persónulegar þannig að hún safnaði nemendunum saman til að beita Sýna og segja frá (spjald nr. 10) á meðan á uppdráttum og hönnun stóð en einnig þegar prófanir og samsetning stóðu yfir. Þetta varð til þess að nemendur fengu nýjar hugmyndir með því að deila vinnu sinni með öðrum sem gerði bekkjarmeðlimum kleift að veita hver öðrum jafningjamat, endurgjöf, innblástur og hugmyndir. Þeir notuðu einnig Takmarkanir (spjald nr. 35) til að setja takmarkanir á það hvers kyns efni eða form þeir mættu nota. Lokaútkoman varð einstakt og glaðlegt sambland af listum og handverki fyrir setustofuna á elliheimilinu. Spjald nr. 08 Spjald nr. 13 Spjald nr. 23 Spjald nr. 22 Spjald nr. 34 Spjald nr. 07 Spjald nr. 11 Spjald nr. 10 Spjald nr. 35

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=