35 How might we … How might we … How might we … How might we … Hvernig gætum við Hvernig gætum við Hvernig gætum við Hvernig gætum við Spjald nr. 03 Dæmisaga 1 - Að gera skólann að betri stað Stórt teymi kennara og nemenda í einum aðildaskólanna setti saman verkefni til að gera skólann þeirra að viðkunnanlegri stað fyrir alla. Þau notuðu Væntingar (spjald nr. 03) til að deila á milli sín hvaða tilteknu breytingar þau myndu vilja að verkefnið kæmi í kring í daglegu lífi þeirra í skólanum: Endalok eineltis, betri aðstaða, betri matar- og æfingavenjur o.s.frv. Teymið hélt vinnustofu þar sem þau notuðu Hvernig gætum við ...? (spjald nr. 07) og endurskilgreindu vandamálin sem áskoranir eins og: „Hvernig gætum við gert skóladaginn ánægjulegri fyrir alla nemendur?“, „Hvernig gætum við tryggt að allir eigi vin?“, „Hvernig gætum við gert hádegismatarhléið að betri upplifun?“ og „Hvernig gætum við gert líkamsrækt í skólanum skemmtilegri?“ Teymi af áttundu bekkingum var gert að leiða það verkefni að gera hádegismatarhléið að betri upplifun. Þau byrjuðu á því að safna upplýsingum varðandi umfjöllunarefnið með því að nota Mannfræðinginn (spjald nr. 21) og Viðtal (spjald nr. 23). Næsta þrep fól í sér Flokkun (spjald nr. 25) til að skipta upplýsingunum í þrjá flokka: rými, mat og hegðun. Þeir kortlögðu líka uppgötvanir sínar með því að nota Sólarhringur (spjald nr. 28) til að komast að raun um hvernig matsalurinn var notaður yfir daginn. Þeir notuðu Sögupersónur (spjald nr. 29) til að skapa fjóra skáldaða einstaklinga sem voru fulltrúar hinna mismunandi hópa nemanda í skólanum. Dæmi: Tómas er 16 ára drengur á lokaári í skólanum sem nýtur þess að borða skyndibita og hanga með vinum sínum og Söru sem er 13 ára hljóðlát stelpa sem kýs að spjalla við vini sína og kemur með sinn eigin mat í skólann o.s.frv. Þessi nálgun gerði teyminu kleift að koma auga á þann nýja möguleika að búa til mismunandi svæði í matsalnum fyrir hin ólíku hegðunarmynstur og líka til að nota matsalinn í öðrum tilgangi utan hádegishlésins. Svo notaði teymið Frumgerðir (spjald nr. 40) til að búa til þrjár frumgerðir, líkön í réttum hlutföllum af nýja matsalnum sem gerð voru úr pappír, pappa og litlum hlutum. Nálgunin gerði teyminu kleift að ræða og meta hönnunina á nýja matsalnum. Að lokum voru bestu atriðin úr frumgerðunum þremur sameinuð í eina frumgerð sem var kynnt fyrir nokkrum hagsmunaaðilum, svo sem nemendum og kennurum. Spjald nr. 07 Spjald nr. 21 Spjald nr. 23 Spjald nr. 25 Spjald nr. 28 Spjald nr. 29 Spjald nr. 40 Til að veita ykkur innblástur eru hér tvær dæmisögur sem sýna mismunandi tegundir af áskorunum. Þær eru dæmi um tilteknar aðferðir og eru unnar upp úr hugmyndum og raunverulegum aðstæðum meðal tveggja aðildarskóla í FUTE verkefninu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=