34 FUTE í kennslustofunni Við leggjum til að tveimur ólíkum nálgunum sé beitt til að kynna aðferðirnar til sögunnar þegar unnið er að verkefni með nemendum. Ein er fyrir yngri nemendur og önnur fyrir eldri nemendur. Mælt er með að prófa mismunandi nálganir og gera ráð fyrir að hér þurfi að prófa sig áfram og læra af mistökum. Þegar yngri nemendum er kennt: 1) Lesið handbókina og dæmin um það hvernig spjöldin eru notuð. 2) Skipuleggið hvernig á að fara í gegnum skrefin, hvort nemendur eigi að vera með smákynningar og hvenær og hvernig kynna beri niðurstöðurnar. Ef verið er að vinna að hönnunaráskorun skuluð þið skipuleggja ferlið með því að velja eina eða tvær aðferðir úr hverjum flokki (sjá dæmi í kennsluleiðbeiningum). 3) Kynnið spjöldin sem verða notuð, eitt í einu, hjálpið nemendunum að beita aðferðunum og passið að skapa ramma fyrir aðferðirnar og tilgreinið tímann sem er til ráðstöfunar, niðurstöður sem óskað er eftir og skilafrest fyrir smákynningar og lokakynningu. 4) Hefjist handa! Þegar eldri nemendum er kennt: 1) Lesið handbókina og dæmin um það hvernig spjöldin eru notuð. 2) Skipuleggið hvernig á að fara í gegnum skrefin, hvort nemendur eigi að vera með smákynningar og hvenær og hvernig kynna beri niðurstöðurnar Ef verið er að vinna að hönnunaráskorun skuluð þið skipuleggja ferlið með því að velja a.m.k. eina eða tvær aðferðir úr hverjum flokki (sjá dæmi í kennsluleiðbeiningum). 3) Kynnið ferlið fyrir nemendum og hin mismunandi stig: Rannsóknir, greining, hugmyndavinna, sköpun og vinnuferli. 4) Prentið út öll aðferðarspjöldin fyrir hvert teymi. 5) Bendið á það hvaða aðferðir nemendurnir eigi að nota og látið þá svo beita aðferðinni „Vegvísi“ (spjald nr.13) úr undirflokknum samskipti og látið hvert teymi eða nemanda kynna sinn Vegvísi með plakati. 6) Aðstoðið teymin við að vinna í ólíkum aðferðum og skrefum og sjáið til þess að nemendurnir meti ferlið og samstarfið jafnóðum. 7) Hefist handa!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=