Út fyrir boxið - handbók

Hvernig á að nota FUTE aðferðaspjöldin? Hægt er að nota FUTE spjöldin þegar verið er að skipuleggja verkefni og kennsluhætti bæði í einstökum námsgreinum og í tengslum við raunveruleg þverfagleg verkefni. Þau geta t.d. hjálpað til við að að móta og leysa vandamál og þróa þannig nýsköpunarfærni nemenda og eflt sköpunarkraft þeirra. Mælt er með því að taka tíma til að öðlast skilning á grunnhugmyndum aðferðaspjaldanna og kenna nemendum svo að nota aðferðirnar eina á fætur annarri á kerfisbundinn hátt. Það er gott að byrja á að velja nokkrar aðferðir úr hverjum flokki og prófa þær með nemendum þannig að þeir þekki aðferðirnar áður en lagt er í að leysa eiginlegar hönnunaráskoranir. Mikilvægt er að taka fram að aðalmarkhópur FUTE efnisins eru kennarar en ekki nemendur. Meginmarkmiðið með spjöldunum er að aðstoða kennara við að skipuleggja og þróa nýjar kennsluaðferðir og/eða skapa samstarfssamræður um raunverulegar áskoranir. Uppsetning spjaldanna Aðferðirnar eru settar upp í formi spjalda sem auðvelt er að handleika og á hverju spjaldi er dreginn upp nákvæmur tímarammi, leiðbeiningar um hvað þarf að nota og tiltekin skref-fyrir-skref nálgun fyrir hverja og eina aðferð. Aðferðirnar eru tilgreindar efst á spjaldinu með númeri, heiti aðferðar og hvaða flokki þessi tiltekna aðferð tilheyrir. Hvert spjald inniheldur: Leiðbeiningar um hvernig á að nota aðferðina Hvaða efni og áhöld þarf að nota Tímaramma Skref-fyrir-skref leiðbeiningar 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=