Út fyrir boxið - handbók

FUTE aðferðaspjöldin FUTE aðferðaspjöldin eru þróuð út frá aðferðaspjöldum sem heita Co-Creation Cards (höf. Silje Kamille Friis) sem hafa verið notuð síðan 2011 með góðum árangri hjá fræðimönnum og fólki sem starfar á sviði hönnunar og nýsköpunar. Aðferðaspjöld sem þessi eru algeng tól í verkfærakistu þeirra sem leiða nýsköpunar og hönnunarferli með viðskiptavinum eða nemendum. FUTE aðferðaspjöldin eru 42 og eru helstu verkfæri FUTE kennsluefnisins, þau þjóna mismun- andi tilgangi og þeim er skipt í 5 litakóðaða flokka til að þau falli að sígildu nýsköpunar- og hönnunarferli. Flokkarnir eru þessir: Vinnuferli: Samvinna - Samskipti - Innrömmun: spjöld sem styðja við hönnunarferlið og hægt að nota í gegnum alla hönnunaráskorunina. Rannsóknir og Greiningar: spjöld sem veita aðferðir til að safna og greina upplýsingar og innblástur á sjónrænan hátt til að veita innsýn og lærdóm. Hugmyndavinna og Sköpun: spjöld sem hjálpa til við að taka saman rannsóknir og greiningu, þróa hugmyndir út frá þeim og búa til lausnir við hönnunaráskorununum. 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=