FUTE verkfærakistan FUTE aðferðafræðin og efnið í verkfærakistunni er samansafn af starfsháttum, nálgunum og aðferðum sem fengnar eru frá hönnunarvinnu, hagnýtri mannfræði, kenningum tengdum markaðssetningu, sköpun, skipulagningu, stjórnunarháttum og ýmsum öðrum fagsviðum. FUTE líkanið Eftirfarandi mynd sýnir FUTE-líkanið sem er byggt upp á sömu grunnaðferðum og hefðbundin ferli fyrir hönnunarhugsun. Líkanið er í eðli sínu hringrás sem þýðir að hægt er að fara margoft í gegnum það til að finna bestu lausnina fyrir áskorunina sem er fyrir hendi. Líkanið er sett upp á tvo ása sem mynda fjóra flokka hönnunaraðferða og svo eru vinnuferlar á skurðpunkti ásanna sem styðja við hönnunar- ferlið á ýmsan hátt. GREINA HUGMYNDIR RANNSAKA SKAPA Skapa þekkingu um það sem er Skapa þekkingu um það sem gæti orðið Skapa þekkingu með hugsun Skapa þekkingu með upplifun FERLAR 30 Mynd 4.1 Fute kennslulíkanið
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=