Út fyrir boxið - handbók

4. KAFLI FUTE VERKFÆRAKISTAN Sem kennarar eruð þið nú þegar að hanna á hverjum einasta degi – hvort sem það er að finna nýjar leiðir til að kenna á skilvirkari hátt, nota kennslurýmið á annan hátt, þróa nýjar aðferðir í samskiptum við foreldra eða búa til nýjar lausnir fyrir skólann. Þess vegna hafið þið nú þegar hæfileika til að leysa þessar tegundir af áskorunum. Aðferðirnar í þessari verkfærakistu eru þróaðar sérstaklega fyrir skólastarf og gefa kennurum sveigjanleika til að vinna innan núverandi takmarkana. Þær geta veitt tækifæri til að gera tilraunir með hönnunarferlið og upplifa hvernig hönnunarhugsun getur bætt nýju sjónarhorni við vinnu ykkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=