Út fyrir boxið - handbók

HÖNNUNARÁSKORUN 28 Hönnunaráskorunin má ekki vera of opin en heldur ekki of lokuð og það getur stundum tekið nokkrar tilraunir til að leggja upp góða áskorun. Dæmi: Ef vandamálið sem við viljum leysa tengist lélegri mætingu nemenda í framhaldsskóla og í kjölfarið brottfalli, þá gætum við lagt upp hönnunaráskorun sem lítur t.d. svona út: „Hvernig gætum við endurhannað áfangann fyrir nemendur okkar svo að þeir ljúki honum og útskrifist úr framhaldsskólanum?” Dæmi um of opna áskorun: „Hvernig gætum við endurhannað framhaldsskólann?” Dæmi um of lokaða áskorun: „Hvernig gætum við búið til skemmtilegan fyrirlestur á Zoom sem nemendur geta horft á að heiman og unnið verkefni uppúr?” HVERNIG GÆTUM VIÐ ...? gefur í skyn að við erum ekki með svarið á reiðum höndum og fær okkur til að kanna möguleikana í stað þess að fara strax í að framkæma það sem við höldum að sé rétt leggur til að við getum sett fram hugmyndir sem gætu virkað eða ekki virkað - hvort sem það er, þá er það í lagi bendir á samstarfsþáttinn. Þetta minnir okkur á að ákjósanlegasta lausnin mun líklega koma fram í teymisvinnu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=