Út fyrir boxið - handbók

HÖNNUNARÁSKORUN 27 Hönnunaráskorun Hægt er að nota hönnunarhugsun til að leysa hvers kyns vandamál og líta á þessi vandamál á jákvæðan hátt með því að kalla þau „hönnunaráskoranir“. Hönnunaráskorun er mikilvægur þáttur í hönnunarferlinu því hún getur breytt vandamáli í tækifæri til nýsköpunar. Hún er mótuð í byrjun verkefnis og lýsir tilgangi verkefnisins og minnir á mikilvæga þætti sem koma að vandamálinu. Ekki er til nein ein rétt lausn við hönnunaráskorun og þegar spurningunni er varpað fram í byrjun verkefnis er ekki auðvelt að geta sér til um hver úrlausnin verður. MUNUM að vera opin fyrir því að hönnunaráskorunin getur breyst í ferlinu því þegar á reynir kemur oft í ljós að ekki er verið að leysa rétta vandamálið. Eftir að farið hefur verið í gegnum rannsóknir og greiningu getur áskorunin breyst. Þá eru líklega komnar fram nýjar upplýsingar sem geta varpað ljósi á hið raunverulega og undirliggjandi vandamál. Hvernig á að leggja upp góða hönnunaráskorun? Mikilvægt er að móta hönnunaráskorun vandlega. Veljið viðeigandi vandamál og reynið að búa til áskorun sem opnar á tækifæri til nýsköpunar eða lærdómsferlis. Verið sveigjanleg í upphafi þar sem þið gætuð viljað endurskilgreina áskorunina síðar í ferlinu. Hvernig gætum við ...? Hvernig gætum við ...? (e. how might we) aðferðin er góð til að hjálpa okkur að setja fram hönnunaráskorun án þess að leggja til lausn á vandamálinu. Hér er ekki aðeins verið að líta á vandamálið frá jákvæðu sjónarhorni heldur einnig að opna á marga og mismunandi möguleika af lausnum. Þetta getur verið frábært verkfæri í ýmsum aðstæðum. Vandamál Hvernig gætum við...? Endurmótum vandamálið og breytum því í jákvæða áskorun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=