Út fyrir boxið - handbók

Verkefni tengd þverfaglegum vandamálum eða áskorunum Yfirgripsmikil hugtök eins og líffræðilegur fjölbreytileiki, sjálfbærni, innflutningur fólks, ójöfnuður eða „friður“ en líka sértækari úrlausnarefni eins og samfélagsmiðlar, matarsóun, streita eða skortur á leiksvæðum í borginni gætu verið áhugaverðir útgangspunktar fyrir þverfaglegt námskeið eða kennslustund. Út frá þessum hugtökum gætu nemendur spurt hver annan hver upplifun þeirra er af málefninu, rannsakað það innan fjölskyldu sinnar og vinahóps og gert nánari skjáborðsrannsóknir á umfjöllunarefninu sem varð fyrir valinu. Út frá þeim niðurstöðum skilgreina nemendur tilteknar áskoranir til að rannsaka og vinna með, t.d. „hvernig er hægt að koma ungu fólki í skilning um áhrif samfélagsmiðla?“ eða „hvernig getum við búið til búsvæði fyrir býflugur og skordýr á skólalóðinni okkar?“ Til að vinna með slík vandamál þyrftu nemendurnir að safna upplýsingum um það hvernig samfélagsmiðlar virka og hvernig þeir eru settir upp, rannsaka búsvæði býflugna og skordýra og áhrif líffræðilegrar einsleitni á mannfólk. Þetta gæti skapað hvata til þess að rannsaka tiltekin atriði í t.d. líffræði, sálfræði og forritun. Til að skapa lausnir gætu nemendur einnig þurft að læra hvernig vefsíða er búin til, hanna kynningarherferð, búa til býflugnabú eða gróðursetja blóm og skoða önnur viðeigandi fræða- svið. Mengun Matarsóun Streita HÖNNUNARÁSKORUN Heimsmarkmiðin Sjálfbærni Fátækt Hringrásarhagkerfið 26

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=