Verkefni sem byggjast á fræðilegum hugtökum eða markmiðum Aðferðirnar í verkfærakistunni er einnig hægt að nota til að skapa lærdómsupplifun og námskeið á grundvelli tiltekinnar fræðigreinar eins og mannkynssögu, list- og verkgreinum, heimilisfræði og stærðfræði. Til dæmis gæti sögukennari beðið nemendur um að rannsaka mismunandi stríð, byltingartímabil eða atburði í eigin landi og búa svo til borðspil sem myndi sýna fram á tengingar sem leiddu af sér kringumstæðurnar. Önnur leið til að vinna með aðferðirnar í verkfærakistunni gæti verið t.d. fjármálalæsi þar sem nemendur væru fyrst beðnir um að skilgreina og rannsaka og gera að lokum áætlun um t.d. frí, fermingarveislu, sumarvinnu, laun o.sfrv. Þá er hægt að tengja ýmsa stærðfræði við þessi verkefni og fá nemendur til að skilja hvernig stærðfræðin spilar inn í þeirra hversdagsleika. Í listum og handverki væri t.d. hægt að biðja nemendur um að hanna vöru sem gæti gert fólki kleift að halda á sér hita. Kennarinn gæti farið með bekkinn út í kennslustund til að athuga hvers kyns vörur þau og aðrir nota til að halda á sér hita og ramma svo inn áskoranir og tækifæri fyrir nýjar vörur sem nemendurnir gætu síðan unnið með og búið til. Enska Heimilisfræði Stærðfræði HÖNNUNARÁSKORUN Saga 25 Mynd 3.2 frá Storyset Samfélagsfræði Íslenska Upplýsingatækni List- og verkgreinar Danska
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=