Út fyrir boxið - handbók

Verkefni sem byggjast á sjónarmiðum eða hugðarefnum nemenda Að finna tengingar við áhugasvið eða þýðingarmikil verkefni getur gert gæfumun á að þroska námshæfileika nemenda. Til að finna út úr því hver hugðarefni nemenda eru má biðja þau um að spyrja sig eða hvort annað, á hverju þau hafi áhuga. Hvað þau geri í frítíma sínum, hvað þeim finnist skemmtilegt og í hverju þau séu góð. Að því loknu er gott að þau skrifi upp þau vandamál eða áskoranir sem tengjast því sem þau nefndu og reyna að komast að því hvort fleiri í hópnum standi frammi fyrir sömu áskorunum og vandamálum. Ef til staðar er t.d. mikill áhugi á tölvuleikjum hverjar eru þá áskoranirnar? Þær gætu t.d. verið takmarkaður leiktími, félagsleg einangrun, skortur á hreyfingu, verkir í líkama vegna einhæfrar beitingar á handleggjum og fingrum o.s.frv. Til að þróa lausnir þarf fyrst að kynna sér og rannsaka t.d. - hvers konar líkamlegur eða andlegur skaði gæti hlotist af því að spila tölvuleiki - þjálfunaráætlanir í íþróttum - líffræði og lífeðlisfræði - ráðandi markaðsöfl á bakvið tölvuleiki - því sem tengjast hönnun, smíði og markaðssetningu húsgagna fyrir tölvuspilara: aðföng, hagnýt rúmfræði, formhönnun og fagurfræði og einnig þau félagslegu og menningarlegu umhugsunarefni sem tengjast sköpun hlutar sem þarf að passa inn í daglegt líf og heimili Lausnir og hugmyndir sem væri hægt að þróa gætu verið t.d. þjálfunaráætlun fyrir tölvuleikjaspilara eða ný húsgögn. HÖNNUNARÁSKORUN 24 Mynd 3.1 frá Storyset Tölvuleikir Matur Samfélagsmiðlar Snyrtivörur Föt Tónlist Íþróttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=