Skapandi hugsun og leikgleði eru samofin Til eru margar rannsóknir um gildi leiks og mikilvægi hans fyrir þroska, hamingju og heilsu fólks. Dr. Stuart Brown, stofnandi National Institute of Play, hefur skilgreint leik á þennan hátt: Leikur er það hugarástand sem við erum í þegar við erum niðursokkin í athöfn sem veitir okkur ánægju, við missum tímaskynið og við viljum gera þetta aftur og aftur. Börnum er leikur sjálfsprottin leið til náms- og þroska. Mikilvægt er að viðhalda þessari aðferð í skólastarfi líkt og fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla og þróa hana eftir því sem nemendur eldast. Leikur er nemanda á unglingastigi jafn árangursrík leið til þroska og skilnings og nemanda á yngsta stigi. Þegar börn leika sér eru þau að byggja upp nýjar tengingar í heilanum sem hjálpa þeim að ná árangri í skólanum, í samböndum og almennt í lífinu. Fyrir unglinga og fullorðna er leikur mótefni gegn streitu og grunnur að vellíðan. Þegar við upplifum leikgleði hefur það þroskandi áhrif á heila okkar og líf. Við verðum: • opin fyrir nýjum aðferðum • betri í að vinna með öðrum • með meiri tilfinningalega seiglu sem hjálpar okkur að verjast streitu Leikur getur fært okkur gleði og fersk sjónarhorn, leitt til nýsköpunar og óvæntrar náms- upplifunar. Hann byggir upp liðsheild og traust og getur skapað öruggt rými til samvinnu. Leikur er öflug uppspretta skapandi hugsunar og ómissandi hluti af aðferðafræði hönnunarhugsunar. Leik má koma inn í allar námsgreinar. HÖNNUNARHUGSUN Í SKÓLASTARFI 22 Mynd 2.9 frá Storyset Aðalnámskrá grunnskóla Kafli 2; Almenn menntun: Sköpun „Leikur er mikilvæg námsaðferð og opnar víddir þar sem sköpunargleði barna og ungmenna getur notið sín. Hamingja og gleði liggja í því að finna hæfileikum sínum farveg og fá að njóta sín sem einstaklingur og hluti af heild. Sköpun er mikilvægur grunnur að því að horfa til framtíðar og móta sér framtíðarsýn, taka þátt í mótun lýðræðissamfélags og skapa sér hlutverk innan þess.“ Mennta- og barnamálaráðuneyti
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=