Hönnunarhugsunarnálgun getur verið mjög flókin en einnig mjög skemmtileg vegna þess að hún leiðir af sér þá tegund af virkni og gagnrýninni ígrundun sem er nauðsynleg til að raunveruleg nýsköpun geti átt sér stað. Ef henni er rétt beitt er hún svo sannarlega vegferð lærdóms, athugunar og sköpunar! Mynd 2.7 Hönnunarferlið í skólastarfi HÖNNUNARHUGSUN Í SKÓLASTARFI 20 setum okkur í spor notenda með rannsóknum finnum út hvar hið raunverulega vandamál liggur fáum margar og fjölbreyttar hugmyndir búum til frumgerðir af hugmyndum prófum frumgerðir og fáum endurgjöf förum yfir niðurstöður prófana og skoðum næstu skref Ferli hönnunarhugsunar í skólastarfi Í ferli hönnunarhugsunar í skólastarfi er búið að bæta við skrefi sem nefnist ígrundun og er mjög mikilvægur þáttur í lærdómsferlinu. Ígrundun er skrefið þar sem teymið kemur sér saman um hvaða lærdóm er hægt að draga af ferlinu og hvort það þurfi að fara aftur tilbaka til að afla frekari skilnings eða bæta lausnir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=