Hönnunarhugsun býður upp á öfluga verkfærakistu fyrir kennara til að koma vandamálalausn af stað í teymum. Kennarateymi eru oft samsett af mjög ólíkum manngerðum með sterkar skoðanir og það getur stundum verið erfitt að komast að lausnum sem allt teymið er sátt við. Aðferðirnar geta hjálpað til við að finna óvæntar lausnir í sameiningu án þess að neinn þurfi að miðla málum. Það hefur sýnt sig að hönnunarteymi kennara eru mjög áhrifamikil, ekki aðeins í starfsþróun kennara heldur einnig í árangursríkri innleiðingu nýjunga í menntun. Hönnunarhugsun fyrir kennara Nú þegar skólar þurfa að aðlagast fljótt að samfélagi sem er sífellt að breytast og að síbreytilegum þörfum nemenda hefur hönnunarhugsun sýnt sig vera góð aðferð fyrir kennara til að endurhanna skipulag og kennslu. Hönnunarhugsun fyrir nemendur Ýmsar ástæður eru fyrir því að hönnunarhugsun er áhugaverð kennsluaðferð í skólastofunni. Í fyrsta lagi er hönnunarhugsun beitt í sífellt auknum mæli innan ýmissa samtaka sem standa frammi fyrir opnum og flóknum vandamálum í samfélagi nútímans. Það er nemendum í hag að kynnast þessum aðferðum og þankagangi og það getur búið nemendur undir þær áskoranir sem þeir munu fást við úti á vinnumarkaðnum. Í öðru lagi býður hönnunarhugsun upp á virka leið til að skapa þekkingu og gerir nemendur virka þátttakendur í lærdómsferli sínu. Í þriðja lagi er hönnunarhugsun mjög vel til þess fallin að þjálfa fólk í þeirri færni sem er eftirsótt á 21. öldinni, svo sem skapandi og gagnrýninni hugsun, samskiptafærni og samstarfsfærni. Hún ýtir líka undir forvitni, þrautseigju, frumkvöðla hugsun og nýsköpun. Hönnunarhugsun mun vitaskuld einnig hlúa að þessum hæfileikum hjá þeim kennurum sem nota aðferðirnar. HÖNNUNARHUGSUN Í SKÓLASTARFI 19 Mynd 2.6 frá Storyset „Kennarar eru frumkvöðlarnir sem menntakerfið þarfnast. Þeir undirbúa nemendur okkar undir að leysa vandamál morgundagsins.” Emma Scripps meðstofnandi The Teachers Guild, USA
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=