Út fyrir boxið - handbók

HÖNNUNARHUGSUN Í SKÓLASTARFI 18 Námskrá Á hverjum degi hanna kennarar leiðir til að hafa samskipti við nemendur sína í kringum ákveðið efni. Hægt er að fylgja hönnunarferlinu til að tengja þetta efni við áhugamál og langanir nemenda, til dæmis með því að komast að því hvað það er sem þau gera utan skólans og tengja það við efnið sem verið er að miðla til þeirra. Rými Umhverfi kennslustofunnar getur haft áhrif á líðan og hegðun nemenda. Dæmigerð ímynd kennslurýmisins er frekar stöðluð. Með því að endurskoða hönnun rýma getum við sent ný skilaboð til nemenda um hvernig við viljum að þeim líði og hafi samskipti í kennslustofunni. Hvernig gætum við notað rýmið í kennslustofunni á fjölbreyttari hátt? Hvernig gætum við búið til þægilegt rými sem uppfyllir þær fjölmörgu þarfir sem nemendur hafa yfir daginn? Hvernig gætum við endurhannað bókasafn skólans okkar með þarfir og hagsmuni nemanda í huga? Hvernig gætum við skapað spennandi og áhrifaríkt samstarfsrými fyrir kennara? Verkferlar og tól Skólar hafa nú þegar hannað verkferla eða tól sem virka vel ... eða ekki sem skyldi. En sérhvert ferli hefur einhvern tímann verið hannað og því er hægt að endurhanna það. Hvernig gætum við virkjað foreldra sem samþættan hluta af námsupplifun nemenda? Hvernig gætum við endurskoðað komu- og brottfararferli í skólanum okkar? Hvernig gætum við hannað leiðir til að halda okkur í jafnvægi og láta okkur líða vel? Hvernig gætum við endurhannað skóladagskrána þannig að hún miðist betur að þörfum fjölskyldna og kennara? Hvernig gætum við hvatt nemendur til að láta sig varða um umhverfismál? Hvernig gætum við vakið áhuga nemenda á heimssögu? Hvernig gætum við þróað færni nemenda í virkri þekkingarleit á viðfangsefnum sem þeir hafa litla þekkingu á? Hvernig gætum við hjálpað tvítyngdum börnum af erlendum uppruna að auka íslenska orðaforðann sinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=