Út fyrir boxið - handbók

Mynd 2.5 Ljósmynd frá Design your city Hitakassar fyrir ungbörn í Úganda Um 15% af börnum í Úganda eru fyrirburar. Þar sem hitakassar eru af skornum skammti í Úganda deyja mörg þessara barna. Góðgerðasamtök nokkur útveguðu spítölum marga hitakassa og dánartíðni ungbarna lækkaði. Nokkrum árum síðar hækkaði dánartíðnin þó aftur. Hvernig gat það gerst? Hönnunarfyrirtækið Design That Matters komst að því að án reglulegs viðhalds hættu hitakassarnir að virka sem skyldi og að bilaðir hitakassar væru ekki lagfærðir af því að enginn þekkti nýstárlega tæknina. Fyrirtækið fann lausn við þessu vandamáli með því að athuga hvaða viðgerðum tæknimenn í Úganda væru vanir. Tæknimenn í Úganda reyndust mjög færir við að lagfæra bíla. Því var lausnin einföld: að hanna hitakassa úr bílavarahlutum! Dánartíðni ungbarna lækkaði aftur þar sem bilaðir hitakassar voru lagaðir með varahlutum sem hægt var að fá víða í Úganda. Heimild: Design your city Með því að nota aðferðir hönnunarhugsunar og ræða við raunverulega notendur er hægt að komast að því að lausnin er oft langt frá því sem gert var ráð fyrir í upphafi en samt sem áður beint fyrir framan okkur. HÖNNUNARHUGSUN 16 Dæmi um mátt hönnunarhugsunar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=