Út fyrir boxið - handbók

Mynd 2.4. Hönnunardrifin nýsköpun Tengsl nýsköpunar og hönnunar Í öllum nýsköpunarverkefnum koma við sögu þrjár breytur sem verða að vera í jafnvægi, eins og sýnt er á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Fyrsta breytan snýr að tæknilegum atriðum eða möguleikum. Flott tækni er ekki nóg ein og sér. Önnur breytan er efnahagsleg hagkvæmni eða viðskiptaáætlun sem gengur upp. Þriðja breytan, mannlegi þátturinn, snýst um að skilja þarfir fólks til hlítar og bjóða lausn sem fólk vill nota. Áherslan á hið mannlega er kjarninn í hönnunardrifinni nýsköpun; hönnunarhugsun. „Hönnunarhugsun er mannmiðuð nýsköpunarnálgun sem notast við verkfæri hönnuðarins til að vefa saman þarfir fólks, tæknilega möguleika og hagkvæmni.“ — Tim Brown IDEO 2008 HÖNNUNARHUGSUN 15 Hvað er nýsköpun? Nýsköpun breytir hugmyndum í verðmæti. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað. Þegar aðferðafræði hönnunar er beitt til þess að greina vandamál og skapa nýjar lausnir er vísað til hönnunardrifinnar nýsköpunar en til að mynda getur nýsköpun einnig verið tæknidrifin eða viðskiptadrifin. Það er innbyggt í hönnunarferli að móta hugmyndir og lausnir svo þær verði hagnýtari og meira aðlaðandi fyrir notendur — í því felst nýsköpun. Stefna hönnunar og arkitektúrs til 2030, Menningar- og viðskiptaráðuneyti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=