Út fyrir boxið - handbók

Ferli hönnunarhugsunar Hönnunarhugsun er framkvæmd með hönnunarferlinu. Það er skipulagt ferli til að koma fram með og þróa hugmyndir. Ef leitað er eftir skýringarmyndum af ferli hönnunarhugsunar á netinu koma upp ótal myndir. Fjöldamörg fyrirtæki og stofnanir hafa útbúið sitt eigið líkan sem hentar þeirra skipulagi en flest líkönin eiga það sameiginlegt að þau eru samsett úr fimm skrefum. Það getur verið mismunandi á hvaða skref er lögð mest áhersla á en undantekningalaust er lögð áhersla á þörfina á að skilja og hafa samkennd með þeim notendum sem verið er að hanna fyrir og mikilvægi þess að búa til og prófa frumgerðir. Mynd 2.3 Líkan af 5 skrefa ferli hönnunarhugsunar. Hönnunar- og nýsköpunarfyrirtækið IDEO setti fyrst fram þetta ferli HÖNNUNARHUGSUN 14 Hönnunarhugsun er endurtekið og ólínulegt ferli sem inniheldur fimm skref: 1. samkennd, 2. skilgreining, 3. hugmyndir, 4. frumgerðir og 5. prófun. Hægt er að framkvæma skrefin sam- hliða, endurtaka þau og fara til baka í fyrra skref hvenær sem er í ferlinu. Þó að nafnið gefi það til kynna er hönnunarhugsun alls ekki eingögnu fyrir hönnuði - margir frumkvöðlar í bókmenntum, myndlist, tónlist, vísindum, verkfræði og viðskiptum hafa stuðst við hana. Það sem er sérstakt við hönnunarhugsun er að vinnuferlar hönnuða geta hjálpað okkur kerfisbundið að draga út, kenna, læra og beita þessari mannmiðuðu tækni til að leysa vandamál á skapandi og nýstárlegan hátt. Þetta er mannleg nálgun sem reynir á getuna til að hlusta á innsæið, túlka það sem þú sérð og þróa hugmyndir sem eru tilfinningalega þýðingarmiklar fyrir þá sem þú ert að hanna fyrir - færni sem kennarar eru nú þegar vel þjálfaðir í.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=