Út fyrir boxið - handbók

Hugarfar í hönnunarhugsun Hönnunarhugsun er ekki bara fyrir alla heldur snýst hún líka um alla. Hugarfarið er kjarni mannmiðaðrar hönnunar og endurspeglar trúna á að allir geti verið hluti af að skapa lausnir sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og að stórar áskoranir krefjast nýstárlegra, áhrifaríkra og þýðingarmikilla lausna. Sköpunargleði Samkennd Margræðni Áræðni Mistök Endurtekning Bjartsýni Sköpunargleði - sú trú að allir séu skapandi og að skapandi hugsun snúist meira um hvernig við skiljum og nálgumst heiminn en um listræna hæfileika. Samkennd - hæfileikinn til að geta sett sig í spor annarra og skapa betri lausnir fyrir alla. Margræðni - að viðurkenna að lausnirnar geta verið margar og leita að fleiri en einni hugmynd. Áræðni - til að hugmyndir verði að veruleika þarf að gera þær áþreifanlegar, sýna áræðni og prófa sig áfram. Mistök - eru áhrifarík leið til lærdóms, að vita hvað virkar ekki er leiðin að því að vita hvað virkar. Endurtekning - með því að endurtaka og betrumbæta komumst við fljótar að lausn sem virkar. Bjartsýni - hönnun er í eðli sínu bjartsýn. Til að takast á við áskorun þarf trú á því að framfarir séu mögulegar og að við munum finna lausn. Þrjú stig hönnunarhugsunar Ásamt hugarfarinu eru margar gagnlegar aðferðir sem hjálpa okkur að koma hönnunarhugsun í framkvæmd. Hvert verkefni er breytilegt en allar hönnunaráskoranir eiga það sameiginlegt að fara í gegnum þrjú stig: Skilja Skoða Gera Þessi þrjú stig eru undirliggjandi í hönnunarferlinu sjálfu og tengja saman skrefin sem eru tekin frá áskorun til lausnar. Mynd 2.2 Hugarfarið HÖNNUNARHUGSUN 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=