Út fyrir boxið - handbók

Hugsanaferli skapandi hugsunar Skapandi hugsun snýst um að vera meðvitaður um að hugsa vítt, stækka sjóndeildarhringinn og koma með margar hugmyndir og þrengja svo að með því að taka ákvarðanir um hvar sé best að einbeita sér. Í ferlinu er mikilvægt að vera meðvitaður um það á hvaða tímapunkti það henti verkefninu best að víkka út eða þrengja að. Þessi hugsanagangur er kallaður margbreytileg eða sundurhverf (e. divergent) hugsun annars vegar og samleitin (e. convergent) hugsun hins vegar. Margbreytileg hugsun er notuð bæði í upphafi hönnunarvinnu þegar verið er að skoða og rannsaka áskoranir og einnig þegar verið er að vinna að lausninni. Þá er markmiðið að hugsa vítt og safna eins miklum upplýsingum og fá eins margar hugmyndir og mögulegt er. Þegar búið er að safna upplýsingum og hugmyndum þá er þrengt að og ákvarðanir teknar. Aðferðafræðin hönnunarhugsun Í grófum dráttum má segja að hönnunarhugsun (e. design thinking) sé aðferðafræði sem byggir á samvinnu og mannmiðaðri nálgun (e. human centered approach) við lausnaþróun og nýsköpun. Með henni er hægt að takast á við fjölbreytt persónuleg, félagsleg og viðskiptaleg úrlausnarefni á nýstárlegan og hugvitssamlegan hátt. Hönnunarhugsun hefur verið í sífelldri þróun á síðustu árum og hafa aðferðir hennar verið aðlagaðar að flestum geirum atvinnulífsins. Einn mikilvægasti þáttur hönnunarhugsunar er skapandi hugsun sem gerir fólki kleift að hugsa út fyrir boxið og snúa vandamálum yfir í tækifæri til nýsköpunar. Mikilvægt er að muna að hönnunarhugsun snýst alveg eins um að „finna réttu vandamálin” eins og hún snýst um að leysa vandamál. Mynd 2.1 Breska hönnunarráðið gaf út Double Diamond líkanið árið 2005 sem útskýrir hugsanaferlið í hönnunarvinnu HÖNNUNARHUGSUN 12

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=