Út fyrir boxið - handbók

Hvaðan er hugtakið hönnunarhugsun upprunnið? „Síðastliðin 50 ár hefur hlutverk hönnunar breyst í meginatriðum frá því að vera með það markmið að framleiða vörur – tískufatnað, myndefni, innanhússmuni o.s.frv. – yfir í að vera heildstæð nálgun í nýsköpunarferlinu. Þessa nálgun má nota í hvers kyns nýsköpun: vörur, þjónustu og upplifanir hjá bæði einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Hönnunarhugsun felst í því að búa til viðeigandi eða áhugaverðan ramma utan um málefni eða vandamál með því að „opna það”, þ.e. að spyrja spurninga, ögra og hugsanlega hnika rammanum til í því skyni að finna réttu lausnina eða enn áhugaverðara vandamál sem þarf að leysa. Mismunandi aðferðum er svo beitt til að sjá fyrir sér hugmyndir og búa til frumgerðir til að rannsaka, sannreyna og „árétta” hugtök og úrlausnir í ferlinu og miðla mögulegum lausnum. Hönnunarmiðað hugsanaferli er mjög áþreifanleg og hagnýt nýsköpunarnálgun þar sem þekking og niðurstöður eru skrásettar og þeim miðlað á myndrænan og auðskilinn hátt. Hönnunarhugsun má líkja við dans á milli þess sem er ólíkt eða gagnstætt og knýr nýsköpunar- ferlið áfram. Hönnuðir vinna með að: - finna vandamál og þróa lausnir - ákvarða umgjörð og taka smáatriði með í reikninginn - greina og sameina - hugsa á opinn (sundurleitinn) og lokaðan (samleitinn) hátt - hugsa á óhlutbundinn hátt og hagnýtan hátt - vinna út af fyrir sig eða vinna með öðrum - þróa hugmynd og ræða um hana - fást við fagurfræði annars vegar og tækni hins vegar Arkitektinn Peter Rowe bjó til hugtakið hönnunarhugsun árið 1987 og notaði það í tengslum við það hvernig hönnuðir vinna vinnuna sína. Tim Brown forstjóri IDEO, eins fremsta hönnunar- og nýsköpunarfyrirtækis heims, kom hugtakinu svo í almenna notkun. Nú er hönnunarhugsun orðin ein vinsælasta aðferðafræði skapandi hugsunar því ferlið og lausnin sem af því hlýst sameinar samkennd, notagildi og virði.” Anne Katrine G. Gelting (FUTE 2018), hönnuður, doktor í hugvísindum og dósent í kennslu við hönnunarskólann Design Skolen i Kolding, Danmörku. Hún er ein af aðalhönnuðum FUTE verkefnisins. HÖNNUNARHUGSUN 11 Hvað er hönnun? Hönnun er stefnumótandi og gagnrýnin aðferð til að leysa verkefni eða áskoranir og skapa nýjar lausnir, aðferðir eða vörur. Hönnun er nýskapandi ferli þar sem tillit er tekið til virkni, félagslegra og menningarlegra þátta, fagurfræði og hagfræði. Góð hönnun setur þarfir notandans í forgrunn, er einföld, skiljanleg, hagkvæm og hefur listrænt gildi. Stefna hönnunar og arkitektúrs til 2030, Menningar- og viðskiptaráðuneyti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=