Unugata
Til kennara og foreldra! Smábókaflokkurinn er ætlaður börnum sem eru að ná tökum á lestri en þurfa þjálfun. Sögurnar eru fjölbreyttar og skiptast í þyngdarflokka. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Á vef Menntamálastofnunar ( mms.is) má nálgast margvíslegt efni sem tengist smábókaflokknum: Lesum og skoðum orð – Smábækur . Gagnvirkur vefur þar sem velja má um 11 smábækur og 6 mismunandi leiðir til að fást við texta bókanna. Smábókaskápurinn . Gagnvirkar rafbækur úr smábókaflokknum. Börnin geta ýmist lesið textann eða hlustað og á hverri blaðsíðu eru spurningar og verkefni. Orðaleikir . Málfræðiverkefni úr vefjum sem fylgja nokkrum smábókum. Íslenska á yngsta stigi – veftorg . Yfirlit yfir efni sem tengist smábókunum, kennsluhugmyndir, málfræðiyfirlit og verkefni til útprentunar. Umræður heima og í skólanum Póstur . Hvernig berst pósturinn frá einum stað til annars? Kunna allir að skrifa heimilisfang sitt og póstnúmer? Hvað verður um bréf sem ekki er hægt að lesa á? Nágrannar . Er mikilvægt að þekkja nágranna sína? Hvernig hefði farið ef Rósa hefði ekki þekkt íbúana í Unugötu? Flutningar . Hvernig er að flytja og kynnast nýju umhverfi, nýjum skóla? Hvað er hægt að gera til að kynnast nýjum nágrönnum? Orð sem þarf að skýra Í þungum þönkum, ráðgáta, tónstigi, spangóla, tjá og tundur, skjálfhentur. Búa til bók Bókin um bréf . Skrifað eigið nafn, heimilisfang og póstnúmer. Teiknaðar myndir sem sýna leið bréfsins frá bréfritara til áfangastaðar. Umslag límt í bókina með bréfi til raunverulegs eða ímyndaðs viðtakanda. Ef leyndarmál eru í bréfinu má líma það aftur. Bókin um húsið mitt . Heimilisfang skrifað, húsið teiknað og jafnvel tekin af því ljós- mynd. Upplýsingar skráðar um fjölda íbúa í húsinu, fjölda húsa í götunni, fjölda dyra og glugga á húsinu o.s.frv. Myndvinnsla – leikræn tjáning Húsin í Unugötu . Hvernig ætli húsin í Unugötu líti út? Börnin vinna í smáhópum og búa til hús sem bera einkenni eigenda sinna (þekjulitir, „klessulitir“ eða pappírsklipp). Húsin eru fest upp hlið við hlið til að mynda götu. Íbúarnir geta sést í dyrum eða gluggum. Íbúana má líka vinna sérstaklega sem færanlegar dúkkulísur, láta þá hittast, spjalla saman o.s.frv.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=