Um víða veröld - Jörðin
96 Hafsbotninn Mælingar á dýpt sjávar í öllum heimshöfum hafa leitt í ljós að hafsbotninn er ekki jafn einsleitur og menn trúðu gjarnan áður fyrr. Landslag neðan sjávarborðs er jafn fjölbreytt og ofan þess. Hafsbotninn greinist í þrjá hluta, landgrunn, landgrunnshlíðar og djúpsjávarsléttur . Landgrunn teygja sig frá ströndum landa, oftast lítið eitt hallandi, niður á um 200 m dýpi þar sem landgrunnshlíðarnar taka við. Þetta grunnsævi þekur um 6–7% af heildarflatarmáli hafsbotnsins. Þrátt fyrir þetta litla flatarmál hefur þessi hluti sjávar mesta efnahagslega þýðingu fyrir ríki heimsins. Meira en 90% af fæðu sem sótt er í hafið kemur þaðan. Einnig eru víða unnin mikilvæg hráefni af landgrunninu s.s. olía, gas og málmar. Landgrunnin voru þurrlendi á síðustu ísöld en með bráðnun ísaldarjökulsins og hækkun sjávarborðs í kjölfarið færðust þau smám saman í kaf. Frá landgrunninu liggja tiltölulega brattar landgrunnshlíðar niður á djúpsjávarslétturnar. Í landgrunnshlíðunum eru víða djúpir dalir sem kallast neðansjávargljúfur. Efsti hluti gljúfranna er oft á landgrunninu nálægt ósum stórfljóta eins og Ganges og Amason. Gljúfrin myndast þegar framburður fljótanna hleypur fram og niður landgrunnshlíðarnar og einnig þegar svokallaðir eðjustraumar, þ.e. set sem hefur safnast fyrir, streyma skyndilega af stað niður hlíðarnar. Jarðskjálftar og flóð koma eðjustraumum af stað. Landslag á hafsbotni getur verið býsna fjölbreytt, rétt eins og á landi. Í grófum dráttum er hafsbotninum þó skipt í þrjá hluta, landgrunn, landgrunnshlíðar og djúp sjávarsléttur. Þar er einnig að finna neðansjávarhryggi og djúpsjávartrog þar sem hafdýpið er mest. Landgrunn Landgrunnshlíð Djúpsjávarslétta Landgrunn Landgrunnshlíð Djúpsjávarslétta Miðhafshryggur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=